Telja heilatengda sjónskerðingu vangreinda hér á landi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. október 2019 18:45 Talið er að heilatengd sjónskerðing sé verulega vangreind hér á landi og ekki liggur fyrir hversu margir eru greindir með slíka skerðingu. Það tók unga konu tuttugu og fjögur ár að fá viðurkenningu á sinni sjónskerðingu. Heilatengd sjónskerðing er ekki hin venjulega blinda. Hún getur verið mismundandi eftir einstaklingum og mismundandi eftir hvaða þættir valda erfiðleikum. Veikindi, þreyta eða álag geta haft áhrif. Einkenni heilatengdrar sjónskerðingar geta verið margskonar, eins og óvenjulegar augnhreyfingar, sjónsvið getur verið takmarkað, erfiðleikar með að þekkja hluti og svo framvegis. Hjalti Sigurðsson og Dagbjört Andrésdóttir eru bæði með heilatengda sjónskerðingu. Ekki er alltaf augljós ástæða fyrir því af hverju einstaklingar greinast slíka sjónskerðingu.Hjalti Sigurðsson, félagsmálafulltrúi hjá Blindrafélaginu.Vísir/Jóhann K.Ýmsar ástæður fyrir heilatengdri sjónskerðingu „Heilatengd sjónskerðing getur bæði verið meðfædd, ef það kemur eitthvað fyrir á meðgöngu eða í fæðingu og síðan getur fólk orðið fyrir heilaskaða, fengið höfuðhögg eða orðið fyrir heilablóðfalli. Ástæðurnar eru ansi margar og í rauninni ekkert þekkt, allt sem gæti verið tengt þessu,“ segir Hjalti. Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, standa fyrir málþingi á morgun til þess að vekja athygli á heilatengdri sjónskerðingu eða CIV eins og hún kallast. Þar munu bæði Hjalti og Dagbjört miðla af reynslu sinni. „Þetta er voða mikill dagamunur. Það er samt mikilvægt að koma því fram að sjónskerðingin breytist ekki dag frá degi, heldur er það dagsformið sem að breytir því hvernig heilinn túlkar sjónina,“ segir Dagbjört. Dagbjört Andrésdóttir er með heilatengda sjónskerðingu. Hún sér ekki niður fyrir sig og illa til hliðar.Vísir/Jóhann K.Tók meira en tuttugu ár að fá greiningu Í tilviki Dagbjartar tók það hana tuttugu og fjögur ár að fá greiningu en allt sem hún sér í beinni sjónlínu er í fókus en hún sér ekki niður fyrir sig og lítið til hliðanna. „Þetta er svolítið eins og að setja rúllu af klósettpappír fyrir augun,“ segir Dagbjört. Hjalti og Dagbjört segja sjónskerðingu sem þessa verulega vangreinda á Íslandi. „Fólk er auðvitað alltaf að verða meðvitaðra um það. Það hafa stór skref verið stigin síðustu ár, til dæmis hjá þjónustu- og þekkingarmiðstöð þar sem verið er að vinna með börnum sem eru með heilatengda sjónskerðingu. En við erum samt sem áður að taka bara fyrstu skrefin,“ segir Hjalti. Heilbrigðismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Talið er að heilatengd sjónskerðing sé verulega vangreind hér á landi og ekki liggur fyrir hversu margir eru greindir með slíka skerðingu. Það tók unga konu tuttugu og fjögur ár að fá viðurkenningu á sinni sjónskerðingu. Heilatengd sjónskerðing er ekki hin venjulega blinda. Hún getur verið mismundandi eftir einstaklingum og mismundandi eftir hvaða þættir valda erfiðleikum. Veikindi, þreyta eða álag geta haft áhrif. Einkenni heilatengdrar sjónskerðingar geta verið margskonar, eins og óvenjulegar augnhreyfingar, sjónsvið getur verið takmarkað, erfiðleikar með að þekkja hluti og svo framvegis. Hjalti Sigurðsson og Dagbjört Andrésdóttir eru bæði með heilatengda sjónskerðingu. Ekki er alltaf augljós ástæða fyrir því af hverju einstaklingar greinast slíka sjónskerðingu.Hjalti Sigurðsson, félagsmálafulltrúi hjá Blindrafélaginu.Vísir/Jóhann K.Ýmsar ástæður fyrir heilatengdri sjónskerðingu „Heilatengd sjónskerðing getur bæði verið meðfædd, ef það kemur eitthvað fyrir á meðgöngu eða í fæðingu og síðan getur fólk orðið fyrir heilaskaða, fengið höfuðhögg eða orðið fyrir heilablóðfalli. Ástæðurnar eru ansi margar og í rauninni ekkert þekkt, allt sem gæti verið tengt þessu,“ segir Hjalti. Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, standa fyrir málþingi á morgun til þess að vekja athygli á heilatengdri sjónskerðingu eða CIV eins og hún kallast. Þar munu bæði Hjalti og Dagbjört miðla af reynslu sinni. „Þetta er voða mikill dagamunur. Það er samt mikilvægt að koma því fram að sjónskerðingin breytist ekki dag frá degi, heldur er það dagsformið sem að breytir því hvernig heilinn túlkar sjónina,“ segir Dagbjört. Dagbjört Andrésdóttir er með heilatengda sjónskerðingu. Hún sér ekki niður fyrir sig og illa til hliðar.Vísir/Jóhann K.Tók meira en tuttugu ár að fá greiningu Í tilviki Dagbjartar tók það hana tuttugu og fjögur ár að fá greiningu en allt sem hún sér í beinni sjónlínu er í fókus en hún sér ekki niður fyrir sig og lítið til hliðanna. „Þetta er svolítið eins og að setja rúllu af klósettpappír fyrir augun,“ segir Dagbjört. Hjalti og Dagbjört segja sjónskerðingu sem þessa verulega vangreinda á Íslandi. „Fólk er auðvitað alltaf að verða meðvitaðra um það. Það hafa stór skref verið stigin síðustu ár, til dæmis hjá þjónustu- og þekkingarmiðstöð þar sem verið er að vinna með börnum sem eru með heilatengda sjónskerðingu. En við erum samt sem áður að taka bara fyrstu skrefin,“ segir Hjalti.
Heilbrigðismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira