Tvöfalt fleiri konur mættu í fyrstu skimun Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2019 11:16 Almennt fjölgaði komum kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini á tímabilinu um 19 prósent. Getty Þátttaka kvenna kvenna í skimun sem fá í fyrsta sinn boð um leit að brjósta- og leghálskrabbameini tvöfaldaðist frá 1. janúar til 31. júlí 2019 miðað við sama tímabil árið 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. Þar segir að almennt fjölgaði komum kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini á tímabilinu um 19 prósent og komum í skimun fyrir brjóstakrabbameinum fjölgaði um 24 prósent. Ekki er tekið fram um fjölda skimana. Í tilkynningunni segir að auglýsingar og hvatning Krabbameinsfélagsins um þátttöku í vinkonuhópi félagsins hafi skilað árangri og fjölgað komum í skimun. „Á síðasta ári brugðust margir vinkonuhópar jákvætt við ósk félagsins um samstarf í Bleiku slaufunni sem fól í sér að fá konur til að taka þátt í skimun og kynna sér forvarnir gegn krabbameinum. Í kjölfarið hafa vinkonuhóparnir reglulega fengið senda fræðslu- og hvatningarmola frá félaginu,“ segir í tilkynningunni. Krabbameinsfélagið stendur á þessu ári fyrir tilraunaverkefni og býður þeim konum sem fá í fyrsta skipti boð í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini, skimunina sér að kostnaðarlausu. „Félagið ákvað að ráðast í verkefnið vegna vísbendinga um að skoðunargjaldið hindri ákveðinn hóp kvenna í að nýta sér boð um skimun. Verkefnið hófst um áramót og árangur af því er afgerandi. Fjöldi kvenna sem hefur þegið boð um skimun fyrir krabbameinum í leghálsi og brjóstum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins í fyrsta sinn hefur meira en tvöfaldast miðað við sama tímabil í fyrra. Árangurinn er afar ánægjulegur og langt fram úr væntingum,“ segir í tilkynningunni. Heilbrigðismál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Þátttaka kvenna kvenna í skimun sem fá í fyrsta sinn boð um leit að brjósta- og leghálskrabbameini tvöfaldaðist frá 1. janúar til 31. júlí 2019 miðað við sama tímabil árið 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. Þar segir að almennt fjölgaði komum kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini á tímabilinu um 19 prósent og komum í skimun fyrir brjóstakrabbameinum fjölgaði um 24 prósent. Ekki er tekið fram um fjölda skimana. Í tilkynningunni segir að auglýsingar og hvatning Krabbameinsfélagsins um þátttöku í vinkonuhópi félagsins hafi skilað árangri og fjölgað komum í skimun. „Á síðasta ári brugðust margir vinkonuhópar jákvætt við ósk félagsins um samstarf í Bleiku slaufunni sem fól í sér að fá konur til að taka þátt í skimun og kynna sér forvarnir gegn krabbameinum. Í kjölfarið hafa vinkonuhóparnir reglulega fengið senda fræðslu- og hvatningarmola frá félaginu,“ segir í tilkynningunni. Krabbameinsfélagið stendur á þessu ári fyrir tilraunaverkefni og býður þeim konum sem fá í fyrsta skipti boð í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini, skimunina sér að kostnaðarlausu. „Félagið ákvað að ráðast í verkefnið vegna vísbendinga um að skoðunargjaldið hindri ákveðinn hóp kvenna í að nýta sér boð um skimun. Verkefnið hófst um áramót og árangur af því er afgerandi. Fjöldi kvenna sem hefur þegið boð um skimun fyrir krabbameinum í leghálsi og brjóstum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins í fyrsta sinn hefur meira en tvöfaldast miðað við sama tímabil í fyrra. Árangurinn er afar ánægjulegur og langt fram úr væntingum,“ segir í tilkynningunni.
Heilbrigðismál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira