Innlent

Endurskoða lög um Þjóðskrá

Björn Þorfinnsson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra Fréttablaðið
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu – og sveitarstjórnarráðherra, lagði fram nýtt frumvarp sem felur í sér heildarendurskoðun á lögum um Þjóðskrá og almannaskráningu en fyrri lögin eru frá 1962. Meðal annars skal lagt mat á samfélagslegan ávinning þess að gera aðgang að grunngögnum Þjóðskrár gjaldfrjálsan.

Rekstrarkostnaður Þjóðskrár er um 1,9 milljarðar á ári og aflar stofnunin sér tekna með sölu upplýsinga fyrir um 930 milljónir króna. Mismuninn yrði að brúa með fjármögnun úr ríkissjóði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×