Opinn dagur í Skaftholti: Lífræn ræktun er framtíðin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. september 2019 12:15 Skaftholt er þremur kílómetrum frá Árnesi á leiðinni í Þjórsárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Opinn dagur verður þar í dag frá klukkan 14:00 til 17:00. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Lífræn ræktun er eitt af aðalsmerkjum á bænum Skaftholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þar verður opið hús í dag þar sem starfsemin verður kynnt. Í Skaftholti er líka framleiddir ostar, smjör og jógúrt úr mjólk kúnna á bænum. Skaftholt verður með opinn dag eftir hádegi í dag, 21. september frá 14:00 til 17:00 þar sem gestum og gangandi er boðið að koma og kynnast starfseminni. Á bænum er þjónusta fyrir fatlaða þar sem átta búa í vernduðu umhverfi. Allir hafa vinnu og nóg fyrir stafni allt árið um kring. Gunnþór Guðfinnsson er garðyrkjumaður staðarins. „Það sem snertir vinnuna er mest í tengslum við garðyrkju og landbúnað, auk þess erum við með vinnustofur samanber smíðastofuna Drumbinn“, segir Gunnþór Guðfinnsson, sem sér um garðyrkjuna á staðnum. Drumbinn verður opinn í dag þar sem afrakstur vinnu sumarsins verður til sýnis. Þá verður hægt að gera góð kaup á lífrænt ræktuðu grænmeti. „Við ræktum allt mögulegt, það er úrval af þessu helsta grænmeti, sem ræktað er á landinu. En fyrst og síðast ræktum við fyrir heimilið en það sem við erum aflögufær með hverju sinni bjóðum við öðrum að njóta líka og kaupa. Í ár erum við með eitthvað aflögu af rófum, rauðrófum, grænkáli, blaðlauk, steinselju og smá sellerí svo eitthvað sé nefnt“, segir Gunnþór. Gunnþór Guðfinnsson er garðyrkjumaður í Skaftholti og stýrir lírænu ræktuninni á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Lífræn ræktun er eitt af aðalsmerkjum Skaftholts. „Lífrænt ræktun er framtíðin eins og við horfum á það. Það er í rauninni sú leið, sem við teljum vera færust fyrir jörðina til að bera fæðuframboðið af þeim gæðum sem við viljum meina að þurfi. Við erum þannig að rækta jarðveginn fremur en plönturnar og leggjum okkur fram um að næra jarðveginn og lífríkið í jarðveginum og eftir því sem það tekst betur og betur vaxa plönturnar betur“, bætir Gunnþór við. Í Skaftholti eru líka 18 mjólkurkýr en mjólkin frá þeim er notuð til að búa til osta, skyr og jógúrt. En hvar er Skaftholt fyrir þá sem vita ekki hvar staðurinn er og vilja koma á opna daginn í dag? „Skaftholt er í Skeiða og Gnúpverjahreppi og er um þrjá kílómetra ofan við Árnes ef fólk kannast við það á leiðinni í Þjórsárdal“, segir Gunnþór um leið og hann bíður alla áhugasama velkoma á opna daginn í dag. Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Lífræn ræktun er eitt af aðalsmerkjum á bænum Skaftholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þar verður opið hús í dag þar sem starfsemin verður kynnt. Í Skaftholti er líka framleiddir ostar, smjör og jógúrt úr mjólk kúnna á bænum. Skaftholt verður með opinn dag eftir hádegi í dag, 21. september frá 14:00 til 17:00 þar sem gestum og gangandi er boðið að koma og kynnast starfseminni. Á bænum er þjónusta fyrir fatlaða þar sem átta búa í vernduðu umhverfi. Allir hafa vinnu og nóg fyrir stafni allt árið um kring. Gunnþór Guðfinnsson er garðyrkjumaður staðarins. „Það sem snertir vinnuna er mest í tengslum við garðyrkju og landbúnað, auk þess erum við með vinnustofur samanber smíðastofuna Drumbinn“, segir Gunnþór Guðfinnsson, sem sér um garðyrkjuna á staðnum. Drumbinn verður opinn í dag þar sem afrakstur vinnu sumarsins verður til sýnis. Þá verður hægt að gera góð kaup á lífrænt ræktuðu grænmeti. „Við ræktum allt mögulegt, það er úrval af þessu helsta grænmeti, sem ræktað er á landinu. En fyrst og síðast ræktum við fyrir heimilið en það sem við erum aflögufær með hverju sinni bjóðum við öðrum að njóta líka og kaupa. Í ár erum við með eitthvað aflögu af rófum, rauðrófum, grænkáli, blaðlauk, steinselju og smá sellerí svo eitthvað sé nefnt“, segir Gunnþór. Gunnþór Guðfinnsson er garðyrkjumaður í Skaftholti og stýrir lírænu ræktuninni á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Lífræn ræktun er eitt af aðalsmerkjum Skaftholts. „Lífrænt ræktun er framtíðin eins og við horfum á það. Það er í rauninni sú leið, sem við teljum vera færust fyrir jörðina til að bera fæðuframboðið af þeim gæðum sem við viljum meina að þurfi. Við erum þannig að rækta jarðveginn fremur en plönturnar og leggjum okkur fram um að næra jarðveginn og lífríkið í jarðveginum og eftir því sem það tekst betur og betur vaxa plönturnar betur“, bætir Gunnþór við. Í Skaftholti eru líka 18 mjólkurkýr en mjólkin frá þeim er notuð til að búa til osta, skyr og jógúrt. En hvar er Skaftholt fyrir þá sem vita ekki hvar staðurinn er og vilja koma á opna daginn í dag? „Skaftholt er í Skeiða og Gnúpverjahreppi og er um þrjá kílómetra ofan við Árnes ef fólk kannast við það á leiðinni í Þjórsárdal“, segir Gunnþór um leið og hann bíður alla áhugasama velkoma á opna daginn í dag.
Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira