Innlent

Jónas Sig tónlistarmaður skoraði kvíðann á hólm

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Jónas Sig tónlistarmaður segir að þegar hann fór að skora kvíðahugsanir sínar á hólm hafi bataferlið hafist.
Jónas Sig tónlistarmaður segir að þegar hann fór að skora kvíðahugsanir sínar á hólm hafi bataferlið hafist. Ljósmynd, Hildur Lofts
Jónas Sig, tónlistarmaður, fór markvisst að skoða kvíðahugsanir sínar og komst því að þarna var andstæðingur hans að tala. Hann fagnar hátíðinni Klikkuð menning í kvöld ásamt fjölda annarra listamanna.Jónas  Sig tónlistarmaður kom fram á tónleikum á vegum hátíðarinnar Klikkuð menning í gær í Hafnarhúsinu. Hann ræddi áður við fréttastofu og fagnaði hátíðinni og vettvangi fyrir fólk að geta rætt um andlega vanlíðan. Sjálfur segist hann hafa glímt við hamlandi kvíða. „Stundum erum við glöð og stundum erum við spennt og stundum getur kvíðinn. Stundum getur kvíðinn orðið rosalega mikill og við missum stjórn á honum og þá tekur hann yfir líf okkar.  Ég hef upplifað það á tímabilum og mér finnst rosalega gaman að koma fram á viðburðum þar sem er verið að ræða þessi mál og vekja athygli á þeim,“ segir Jónas. Hann segist hafa áttað sig á hversu eyðileggjandi hugsanir sínar voru þegar hann hóf að rannsaka þær. 

„Kvíðinn minn var mjög hamlandi á þann hátt að það kom fram neikvæð rödd sem sagði ekki gera þetta þú ert alveg glataður, ég var kannski að spila á tónleikum og byrjaði í hausnum á mér að ég hafi alveg verið glataður. Þetta fór að hamla mér sem ég held að margir upplifi og þá fór ég að skoða þessar hugsanir. Ég skrifaði þær markvisst niður og hlustaði á þær. Við það komst ég að því að þarna var bara andstæðingur minn að tala og ég gat byrjað að skora hugsanirnar á hólm,“ segir Jónas Sig. 

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.