Innlent

Líkið á Sprengi­sands­leið var af tékk­neskum ferða­manni

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn var einn á ferð á hjóli sínu.
Maðurinn var einn á ferð á hjóli sínu.

Maðurinn sem fannst látinn norðan Vatnsfells á Sprengisandsleið á föstudag var tékkneskur ferðamaður. Þetta kemur fram á tilkynningu á vef lögreglunnar.

Segir að um karlmann hafi verið að ræða, fæddan árið 1975.

„Hann var einn á ferð á hjóli sínu og var aðstandendum hans tilkynnt um málið með aðstoð ræðismanns Tékklands sama dag.

Krufning er áætluð á morgun en eins og fram hefur komið eru ekki vísendingar um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað.

Maðurinn hafði farið á hjóli sínu víða um Vestur- og Norðurland ásamt þekktum hálendisleiðum og var á leið úr Öskju um Sprengisand í Landmannalaugar,“ segir í tilkynningunni.

Vegfarandi kom að líkinu um miðjan dag síðastliðinn föstudag og tilkynnti málið til lögreglu.


Tengdar fréttir

Líkfundur við Vatnsfell

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú líkfund eftir að vegfarandi um Sprengisandsleið kom að látnum manni utan vegar skammt norðan við Vatnsfell um 11:30 í gærdag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.