Innlent

Guðni og Eliza halda til Græn­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Forsetahjónin munu heimsækja Þjóðminjasafn Grænlands síðar í dag.
Forsetahjónin munu heimsækja Þjóðminjasafn Grænlands síðar í dag. vísir/vilhelm

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid halda í formlega heimsókn til Nuuk á Grænlandi síðar í dag. Heimsóknin er í boði Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands.

Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að á upphafsdegi heimsóknarinnar skoði forsetahjónin Þjóðminjasafn Grænlands og sæki að því loknu móttöku sem Þorbjörn Jónsson aðalræðismaður efnir til þeim til heiðurs. Þar verði meðal annars grænlenskir embættis- og stjórnmálamenn og fulltrúar fyrirtækja, sem átt hafa í samstarfi við íslensk fyrirtæki, auk Íslendinga sem búsettir eru í Nuuk.

„Á morgun þriðjudag mun forseti eiga fund með forsætisráð­herr­anum. Þá munu forsetahjón heimsækja Háskóla Grænlands og ræða þar við starfsmenn og nemendur og halda í þjóðþingið Inatsisartut þar sem forseti á fund með Vivian Motzfeldt þingforseta. Einnig mun forseti eiga fund með landstjóra Dana, Mikaela Engell, og sitja forsetahjónin svo hátíðarkvöldverð í boði forsætisráðherrans í Hans Egede húsinu.

Áður en heimsókninni lýkur á miðvikudaginn heimsækja forseta­hjónin Miðstöð loftslagsrannsókna í Nuuk, Kofoeds skólann og Royal Arctic Line sjóflutningafyrirtækið og eiga einnig fund með borgarstjóranum í Nuuk, Charlotte Ludvigsen. Loks má nefna að forsetafrúin mun eiga fundi með Sara Olsvig, fv. ráðherra sem nú er verkefnisstjóri UNICEF, og með Aviâja Egede Lynge, umboðsmanni barna á Grænlandi,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.