Katrín segir engar afsakanir fyrir aðgerðaleysi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. september 2019 17:45 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á ráðstefnunni í dag. Mynd/utanríkisráðuneytið Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að einungis þeim leiðtogum sem mæltu fyrir raunverulegum aðgerðum væri boðið á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum í dag. Sextíu leiðtogar tóku til máls en leiðtogar á borð við Donald Trump Bandaríkjaforseta og Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, voru aftur á móti ekki á mælendaskrá. En áður en þjóðarleiðtogar tóku til máls sló Greta Thunberg tóninn og sagði stjórnmálamenn hafa brugðist. „Unga fólkið er orðið meðvitað um svik ykkar. Augu allra framtíðarkynslóða hvíla nú á ykkur. Ef þið veljið að bregðast okkur tel ég að við munum aldrei fyrirgefa ykkur,“ sagði Thunberg. Næstu klukkutímana steig fjöldi leiðtoga á svið og sagði frá áformum sínum. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði til að mynda frá vinnu að því að bændur geti sjálfir minnkað og dregið úr útblæstri sínum og Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði Þjóðverja ætla að hætta að brenna kolum í síðasta lagi 2038.Aðgerðir þýði meira en orðin ein Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra talaði í sinni ræðu um að þótt það hafi verið bæði erfitt og dýrt fyrir Íslendinga að skipta alfarið yfir í endurnýjanlega orkugjafa fyrir rafmagn og hita hafi þær fjárfestingar reynst góðar fyrir hagkerfið og lífsgæðin. Hún sagðist sannfærð um að hið sama myndi koma í ljós þegar skipt hefur verið um orkugjafa fyrir samgöngur. „Nú eru engar afsakanir fyrir aðgerðaleysi. Við erum komin til New York til þess að heita frekari og betri aðgerðum. Látum þetta vera ráðstefnu aðgerða. Aðgerða sem þýða meira en orðin ein. Stöndum saman í voninni og tryggjum að aðgerðir okkar gegn loftslagsbreytingum leiði af sér réttlæti,“ sagði Katrín.Klippa: Ávarp Katrínar Jakobsdóttur á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48 Leiðtogafundur um loftslagsmál á allsherjarþinginu í dag Leiðtogafundur um loftslagsmál fer fram í dag.á 74. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem stendur nú yfir í New York. Fundurinn er vettvangur ríkja, einkageirans og borgaralegs samfélags til að kynna lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og efla viðnám við loftslagsbreytingum og aðlögun. 23. september 2019 12:45 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að einungis þeim leiðtogum sem mæltu fyrir raunverulegum aðgerðum væri boðið á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum í dag. Sextíu leiðtogar tóku til máls en leiðtogar á borð við Donald Trump Bandaríkjaforseta og Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, voru aftur á móti ekki á mælendaskrá. En áður en þjóðarleiðtogar tóku til máls sló Greta Thunberg tóninn og sagði stjórnmálamenn hafa brugðist. „Unga fólkið er orðið meðvitað um svik ykkar. Augu allra framtíðarkynslóða hvíla nú á ykkur. Ef þið veljið að bregðast okkur tel ég að við munum aldrei fyrirgefa ykkur,“ sagði Thunberg. Næstu klukkutímana steig fjöldi leiðtoga á svið og sagði frá áformum sínum. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði til að mynda frá vinnu að því að bændur geti sjálfir minnkað og dregið úr útblæstri sínum og Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði Þjóðverja ætla að hætta að brenna kolum í síðasta lagi 2038.Aðgerðir þýði meira en orðin ein Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra talaði í sinni ræðu um að þótt það hafi verið bæði erfitt og dýrt fyrir Íslendinga að skipta alfarið yfir í endurnýjanlega orkugjafa fyrir rafmagn og hita hafi þær fjárfestingar reynst góðar fyrir hagkerfið og lífsgæðin. Hún sagðist sannfærð um að hið sama myndi koma í ljós þegar skipt hefur verið um orkugjafa fyrir samgöngur. „Nú eru engar afsakanir fyrir aðgerðaleysi. Við erum komin til New York til þess að heita frekari og betri aðgerðum. Látum þetta vera ráðstefnu aðgerða. Aðgerða sem þýða meira en orðin ein. Stöndum saman í voninni og tryggjum að aðgerðir okkar gegn loftslagsbreytingum leiði af sér réttlæti,“ sagði Katrín.Klippa: Ávarp Katrínar Jakobsdóttur á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48 Leiðtogafundur um loftslagsmál á allsherjarþinginu í dag Leiðtogafundur um loftslagsmál fer fram í dag.á 74. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem stendur nú yfir í New York. Fundurinn er vettvangur ríkja, einkageirans og borgaralegs samfélags til að kynna lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og efla viðnám við loftslagsbreytingum og aðlögun. 23. september 2019 12:45 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira
Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48
Leiðtogafundur um loftslagsmál á allsherjarþinginu í dag Leiðtogafundur um loftslagsmál fer fram í dag.á 74. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem stendur nú yfir í New York. Fundurinn er vettvangur ríkja, einkageirans og borgaralegs samfélags til að kynna lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og efla viðnám við loftslagsbreytingum og aðlögun. 23. september 2019 12:45