Lífið

Facebook-hóp boðið í leikhús

Björn Þorfinnsson skrifar
Hildur Vala mun taka við af Sölku Sól sem Ronja um helgina.
Hildur Vala mun taka við af Sölku Sól sem Ronja um helgina.
Allt varð vitlaust í byrjun vikunnar þegar Atli Þór Albertsson, markaðsstjóri Þjóðleikhússins, setti inn tilkynningu á Facebook-hópinn Pabbatips og bauð hluta meðlima á ókeypis sýningu á söngleiknum vinsæla um Ronju Ræningjadóttur. Boðið féll í góðan jarðveg og í kjölfarið urðu allar símalínur Þjóðleikhússins rauðglóandi. Pabbar vildu ólmir fara með börn sín í leikhús.

„Í fyrra bauð Þjóðleikhúsið meðlimum sambærileg kvennahóps á Facebook á sýningu og því vildum við gjarnan gera slíkt hið sama fyrir pabbana. Þetta Pabbatips-samfélag er afar fallegt en þar keppast feður um að hjálpa hver öðrum með uppeldi barna sinna á jákvæðan og uppbyggilegan hátt,“ segir Atli Þór.

Að hans sögn var boðið liður í mun stærra samfélagsátaki leikhússins sem miðar að því að sem flestir fái að kynnast leiklist, óháð búsetu og efnahag. „Við erum að bjóða upp á yfir sextíu ókeypis sýningar um allt land á þessu leikári. Við vorum að frumsýna sýninguna Ómar orðabelg eftir Gunnar Smára Jóhannesson sem er fyrir börn á elsta ári í leikskóla og fyrstu bekkjum grunnskóla.

Allir í leikhús. Það er mottóið,“ segir Atli Þór.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×