33 milljóna úttektir í spilasölum og 4,3 milljóna bíll greiddur með reiðufé Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2019 20:30 Spilakassar koma við sögu Fréttablaðið/Anton Meðal þeirra útgjalda pólskra hjóna sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir peningaþvætti og telur að sé ekki trúverðugar skýringar á eru 33,4 milljóna króna úttektir í spilakössum og kaup eiginkonunnar á Hyunday Tucson að andvirði 4,3 milljóna, sem hann greiddi fyrir með reiðufé.Fjallað hefur verið um ákæruna gegn hjónunum í fjölmiðlum í dag en meðal þess sem komið hefur fram er að skýringin á hversu hátt þau hafi lifað á undanförnum árum sé sú að eiginmanninum hafi gengið svo vel í spilakössum.Hjónin eru ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa á tímabilinu janúar 2013 til desember 2017 tekið, við, nýtt, umbreytt eða aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum upp á rúmlega 60 milljónir krónaEr það mismunurinn á milli rekjanlegra útgjalda þeirra á tímabilinu, auk innistæðna og haldlagðs reiðufjár, alls 97,8 milljónir króna og tekna þeirra á sama tímabili samkvæmt opinberum skráningum, alls 37,6 milljónir króna.Í ákærunni segir að ljóst sé að framtaldar tekjur þeirra gætu aldrei staðið undir lifnaði þeirra og eignamyndun.Um er að ræða anga svokallaðs Euromarket-máls sem upp kom fyrir um tveimur árum. Lögregla handtók manninn og fjóra Pólverja til viðbótar hér á landi í desember 2017 og úrskurðaði þrjá í gæsluvarðhald grunaðir um stórfelldan innflutning og framleiðslu fíkniefna, fjársvik og peningaþvætti. Aðrir angar málsins eru enn til rannsóknar hjá lögreglu. Maðurinn var í hópi fimm Pólverja sem voru handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglu í desember.Vísir/ErnirEkki mögulegt að græða þessar upphæðir í spilakössum á þessum tíma Til þess að leggja mat á skýringar hjónanna í málinu lagðist lögregla í greiningarvinnu á mögulegum spilatíma mannsins í spilasölum. Miðað var við staðsetningu út frá símatækjum og gögn úr staðsendingartækjum. Samkvæmt greiningunni var áætlaður spilatími eiginmannsins talinn vera að meðaltali á bilinu 46 til 311 mínútur á dag.Skýring þeirra á ávinningi af spilakössum var metin ómöguleg af dósent við Háskóla Reykjavíkur. Áætlað tap hefði átt að vera 145 milljónir króna miðað við spilatíma hans og varfærnasta áætlun um tap var upp á ellefu milljónir króna.Líkt og kom fram í fyrri frétt Vísis af málinu er í nýlegri aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem kom út í ágúst fjallað um veikleika þegar komi að spilakössum. Þar er minnst á falska vinninga. Þannig geti fólk nafnlaust lagt pening inn í spilakassann, leyst út vinning án þess að spila og svo leggja upphæðina þannig inn á banka. Með þeim hætti sé hægt að búa til lögmæta slóð peninga.Í ákærunni kemur einnig fram að eiginkonan hafi keypt nýjan Hunday Tucson bíl hjá BL ehf. þann 31. mars 2017 fyrir 4,3 milljónir. Greitt var fyrir bílinn í reiðufé. Bíllinn hefur verið kyrrsettur og er hann á meðal þess sem héraðssaksóknari fer fram á að verði gerður upptækur. Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Meðal þeirra útgjalda pólskra hjóna sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir peningaþvætti og telur að sé ekki trúverðugar skýringar á eru 33,4 milljóna króna úttektir í spilakössum og kaup eiginkonunnar á Hyunday Tucson að andvirði 4,3 milljóna, sem hann greiddi fyrir með reiðufé.Fjallað hefur verið um ákæruna gegn hjónunum í fjölmiðlum í dag en meðal þess sem komið hefur fram er að skýringin á hversu hátt þau hafi lifað á undanförnum árum sé sú að eiginmanninum hafi gengið svo vel í spilakössum.Hjónin eru ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa á tímabilinu janúar 2013 til desember 2017 tekið, við, nýtt, umbreytt eða aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum upp á rúmlega 60 milljónir krónaEr það mismunurinn á milli rekjanlegra útgjalda þeirra á tímabilinu, auk innistæðna og haldlagðs reiðufjár, alls 97,8 milljónir króna og tekna þeirra á sama tímabili samkvæmt opinberum skráningum, alls 37,6 milljónir króna.Í ákærunni segir að ljóst sé að framtaldar tekjur þeirra gætu aldrei staðið undir lifnaði þeirra og eignamyndun.Um er að ræða anga svokallaðs Euromarket-máls sem upp kom fyrir um tveimur árum. Lögregla handtók manninn og fjóra Pólverja til viðbótar hér á landi í desember 2017 og úrskurðaði þrjá í gæsluvarðhald grunaðir um stórfelldan innflutning og framleiðslu fíkniefna, fjársvik og peningaþvætti. Aðrir angar málsins eru enn til rannsóknar hjá lögreglu. Maðurinn var í hópi fimm Pólverja sem voru handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglu í desember.Vísir/ErnirEkki mögulegt að græða þessar upphæðir í spilakössum á þessum tíma Til þess að leggja mat á skýringar hjónanna í málinu lagðist lögregla í greiningarvinnu á mögulegum spilatíma mannsins í spilasölum. Miðað var við staðsetningu út frá símatækjum og gögn úr staðsendingartækjum. Samkvæmt greiningunni var áætlaður spilatími eiginmannsins talinn vera að meðaltali á bilinu 46 til 311 mínútur á dag.Skýring þeirra á ávinningi af spilakössum var metin ómöguleg af dósent við Háskóla Reykjavíkur. Áætlað tap hefði átt að vera 145 milljónir króna miðað við spilatíma hans og varfærnasta áætlun um tap var upp á ellefu milljónir króna.Líkt og kom fram í fyrri frétt Vísis af málinu er í nýlegri aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem kom út í ágúst fjallað um veikleika þegar komi að spilakössum. Þar er minnst á falska vinninga. Þannig geti fólk nafnlaust lagt pening inn í spilakassann, leyst út vinning án þess að spila og svo leggja upphæðina þannig inn á banka. Með þeim hætti sé hægt að búa til lögmæta slóð peninga.Í ákærunni kemur einnig fram að eiginkonan hafi keypt nýjan Hunday Tucson bíl hjá BL ehf. þann 31. mars 2017 fyrir 4,3 milljónir. Greitt var fyrir bílinn í reiðufé. Bíllinn hefur verið kyrrsettur og er hann á meðal þess sem héraðssaksóknari fer fram á að verði gerður upptækur.
Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent