Gætum lært af Grænlendingum að brosa meira og hlæja meira Kristján Már Unnarsson skrifar 25. september 2019 11:24 Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, bauð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í siglingu um Nuukfjörð í gær. Mynd/Forsetaskrifstofan. „Við Íslendingar hlökkum til þess að styrkja enn frekar þau bönd sem tengja löndin okkar tvö,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ræðu í kvöldverðarboði grænlensku landstjórnarinnar í Húsi Hans Egede í Nuuk, í gærkvöldi. Forsetinn sagði Íslendinga ekki endilega vita eins mikið og æskilegt væri um sögu Grænlendinga, og horfi gjarnan á hana frá eigin sjónarhóli. „Við lærum í skóla um þá norrænu menn sem sigldu vestur frá Íslandi fyrir meira en þúsund árum, fundu land og nefndu það Grænland,“ sagði Guðni og bætti við að snemma á síðustu öld hafi sumir Íslendingar tekið þátt í þeim sérdræga leik að reyna að kasta eign sinni á Grænland.Guðni Th. Jóhannesson fór út að skokka í Nuuk með hópi fólks.Mynd/Forsetaskrifstofan.„Við megum líka læra meira um sögu ykkar Grænlendinga, gleyma um stund Eiríki rauða og hópnum sem honum fylgdi, og horfa frekar til hinna sem settust hér að. Það er í raun mögnuð saga. Öld fram af öld tókst fólki hið illmögulega, að komast af í einu harðbýlasta landi heims,“ sagði Guðni. „Þar að auki hefur menning ykkar og tungumál lifað umrót nútímans, áhrif að utan sem voru ekki alltaf til góðs. Þessi afrek mega fylla ykkur stolti, kæru gestgjafar, og fylla ykkur jafnframt krafti við að takast á við þau úrlausnarefni sem nú bíða í grænlensku samfélagi.“ Eliza Reid forsetafrú í heimsókn hjá Umboðsmanni barna á Grænlandi í gær. Eliza skoðaði einnig kvennaathvarf í Nuuk.MYND/LEIFF JOSEFSEN, SERMITSIAQ.Forsetinn sagði þjóðirnar geta unnið saman á fjölda sviða og nefndi útveg og ferðaþjónustu en einnig heilbrigðis-, mennta- og menningarmál. Saman þyrftu þær að glíma við þá loftslagsvá sem öllum mætti vera ljós, ekki síst á norðurslóðum. „Og aldrei gleyma Íslendingar þeim samhug í verki sem Grænlendingar sýndu eftir mannskæð snjóflóð á Vestfjörðum fyrir um aldarfjórðungi,“ sagði forsetinn.Sjá einnig: Forsetahjónin heimsækja Grænland Þá rifjaði forsetinn upp svar grænlensks gests á Íslandi þegar hann var spurður að því hvað Íslendingar gætu lært af Grænlendingum. „Gesturinn góði hugsaði sig aðeins um, minnti á að margt gerðu Íslendingar vissulega vel en það sem þeir gætu kannski lært af Grænlendingum væri að brosa meira og hlæja meira,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson í lok ræðu sinnar um leið og hann bað gesti um lyfta glasi og skála fyrir bræðra- og systraþeli Íslendinga og Grænlendinga, „öflugra vinaþjóða í útnorðri“. Forseti Íslands Grænland Tengdar fréttir Forseti Íslands ræddi við háskólanemendur í Nuuk Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fundaði með Kim Kielsen forsætisráðherra og heimsótti þjóðþing Grænlendinga á öðrum degi formlegrar heimsóknar forsetahjónanna til Nuuk. 24. september 2019 21:48 Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
„Við Íslendingar hlökkum til þess að styrkja enn frekar þau bönd sem tengja löndin okkar tvö,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ræðu í kvöldverðarboði grænlensku landstjórnarinnar í Húsi Hans Egede í Nuuk, í gærkvöldi. Forsetinn sagði Íslendinga ekki endilega vita eins mikið og æskilegt væri um sögu Grænlendinga, og horfi gjarnan á hana frá eigin sjónarhóli. „Við lærum í skóla um þá norrænu menn sem sigldu vestur frá Íslandi fyrir meira en þúsund árum, fundu land og nefndu það Grænland,“ sagði Guðni og bætti við að snemma á síðustu öld hafi sumir Íslendingar tekið þátt í þeim sérdræga leik að reyna að kasta eign sinni á Grænland.Guðni Th. Jóhannesson fór út að skokka í Nuuk með hópi fólks.Mynd/Forsetaskrifstofan.„Við megum líka læra meira um sögu ykkar Grænlendinga, gleyma um stund Eiríki rauða og hópnum sem honum fylgdi, og horfa frekar til hinna sem settust hér að. Það er í raun mögnuð saga. Öld fram af öld tókst fólki hið illmögulega, að komast af í einu harðbýlasta landi heims,“ sagði Guðni. „Þar að auki hefur menning ykkar og tungumál lifað umrót nútímans, áhrif að utan sem voru ekki alltaf til góðs. Þessi afrek mega fylla ykkur stolti, kæru gestgjafar, og fylla ykkur jafnframt krafti við að takast á við þau úrlausnarefni sem nú bíða í grænlensku samfélagi.“ Eliza Reid forsetafrú í heimsókn hjá Umboðsmanni barna á Grænlandi í gær. Eliza skoðaði einnig kvennaathvarf í Nuuk.MYND/LEIFF JOSEFSEN, SERMITSIAQ.Forsetinn sagði þjóðirnar geta unnið saman á fjölda sviða og nefndi útveg og ferðaþjónustu en einnig heilbrigðis-, mennta- og menningarmál. Saman þyrftu þær að glíma við þá loftslagsvá sem öllum mætti vera ljós, ekki síst á norðurslóðum. „Og aldrei gleyma Íslendingar þeim samhug í verki sem Grænlendingar sýndu eftir mannskæð snjóflóð á Vestfjörðum fyrir um aldarfjórðungi,“ sagði forsetinn.Sjá einnig: Forsetahjónin heimsækja Grænland Þá rifjaði forsetinn upp svar grænlensks gests á Íslandi þegar hann var spurður að því hvað Íslendingar gætu lært af Grænlendingum. „Gesturinn góði hugsaði sig aðeins um, minnti á að margt gerðu Íslendingar vissulega vel en það sem þeir gætu kannski lært af Grænlendingum væri að brosa meira og hlæja meira,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson í lok ræðu sinnar um leið og hann bað gesti um lyfta glasi og skála fyrir bræðra- og systraþeli Íslendinga og Grænlendinga, „öflugra vinaþjóða í útnorðri“.
Forseti Íslands Grænland Tengdar fréttir Forseti Íslands ræddi við háskólanemendur í Nuuk Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fundaði með Kim Kielsen forsætisráðherra og heimsótti þjóðþing Grænlendinga á öðrum degi formlegrar heimsóknar forsetahjónanna til Nuuk. 24. september 2019 21:48 Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Forseti Íslands ræddi við háskólanemendur í Nuuk Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fundaði með Kim Kielsen forsætisráðherra og heimsótti þjóðþing Grænlendinga á öðrum degi formlegrar heimsóknar forsetahjónanna til Nuuk. 24. september 2019 21:48
Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent