Hópuppsagnir orðnar fleiri en allt árið í fyrra Birgir Olgeirsson skrifar 27. september 2019 18:27 Hópuppsagnir það sem af er ári eru orðnar fleiri en allt árið í fyrra. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur botninum ekki náð. Rúmlega átta hundruð hafa misst vinnuna í hópuppsögnum frá áramótum. Á þriðja hundrað manns misstu vinnuna í vikunni og hafa álíka tölur ekki sést síðan í hruninu. Icelandair tilkynnti á miðvikudag að 87 flugmönnum hefði verið sagt upp en 134 var sagt upp í fjármálageiranum í gær. Misstu því 221 starfið á einum sólarhring í vikunni en það sem af er ári hefur 809 manns verið sagt upp í hópuppsögnum. „Það er langt síðan við höfum séð svona tölur. Við erum núna komin upp í jafn marga einstaklinga eins og allt árið í fyrra. Þetta hefur stigið mjög mikið,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Flestar hópuppsagnir á árinu eru í samgöngum og flutningum eða 453, 102 í fjármálastarfsemi, 64 í upplýsingastarfsemi, 37 í iðnaðarframleiðslu, 33 í veitingarekstri, 32 í byggingariðnaði, 30 í sérfræðistörfum, 21 í fiskvinnslu, 19 í heilbrigðisþjónustu og 18 í verslunarrekstri.Þetta er eingöngu tölur um hópuppsagnir og vantar þarna inn í þá ellefu hundruð sem misstu vinnuna þegar flugfélagið WOW air fór í þrot í mars. Því ljóst að mun fleiri hefur verið sagt upp á árinu. Unnur segir Vinnumálastofnun hafa góðan mannskap og ráðrúm til að takast á við þennan hóp í ár. Það kemur hins vegar í ljós á næsta ári hvort frekari fjárveitingar er þörf þegar margar uppsagnirnar koma til framkvæmda.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Það sem er núna að koma inn, það kemur í rauninni ekki til okkar fyrr en eftir áramót. Fólk er að vinna út uppsagnarfrestinn sinn og vonandi ná sem flestir að finna aðra vinnu á því tímabili. Þannig að það kemur ekki í ljós fyrr en á næsta ári hversu mikið af þessu kemur í vinnu hjá okkur.“ Skráð atvinnuleysi var 3,5 prósent í ágúst en Unnur er ekki bjartsýn á framhaldið. „Ég á von á því að atvinnuleysistölur fari hækkandi. Ég held að botninum sé ekki náð í þessum samdrætti sem við erum stödd í núna. En vonandi gerist það sem fyrst á næsta ári. En ég býst við að þetta eigi eftir að aukast meira en orðið er.“ Vinnumarkaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Hópuppsagnir það sem af er ári eru orðnar fleiri en allt árið í fyrra. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur botninum ekki náð. Rúmlega átta hundruð hafa misst vinnuna í hópuppsögnum frá áramótum. Á þriðja hundrað manns misstu vinnuna í vikunni og hafa álíka tölur ekki sést síðan í hruninu. Icelandair tilkynnti á miðvikudag að 87 flugmönnum hefði verið sagt upp en 134 var sagt upp í fjármálageiranum í gær. Misstu því 221 starfið á einum sólarhring í vikunni en það sem af er ári hefur 809 manns verið sagt upp í hópuppsögnum. „Það er langt síðan við höfum séð svona tölur. Við erum núna komin upp í jafn marga einstaklinga eins og allt árið í fyrra. Þetta hefur stigið mjög mikið,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Flestar hópuppsagnir á árinu eru í samgöngum og flutningum eða 453, 102 í fjármálastarfsemi, 64 í upplýsingastarfsemi, 37 í iðnaðarframleiðslu, 33 í veitingarekstri, 32 í byggingariðnaði, 30 í sérfræðistörfum, 21 í fiskvinnslu, 19 í heilbrigðisþjónustu og 18 í verslunarrekstri.Þetta er eingöngu tölur um hópuppsagnir og vantar þarna inn í þá ellefu hundruð sem misstu vinnuna þegar flugfélagið WOW air fór í þrot í mars. Því ljóst að mun fleiri hefur verið sagt upp á árinu. Unnur segir Vinnumálastofnun hafa góðan mannskap og ráðrúm til að takast á við þennan hóp í ár. Það kemur hins vegar í ljós á næsta ári hvort frekari fjárveitingar er þörf þegar margar uppsagnirnar koma til framkvæmda.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Það sem er núna að koma inn, það kemur í rauninni ekki til okkar fyrr en eftir áramót. Fólk er að vinna út uppsagnarfrestinn sinn og vonandi ná sem flestir að finna aðra vinnu á því tímabili. Þannig að það kemur ekki í ljós fyrr en á næsta ári hversu mikið af þessu kemur í vinnu hjá okkur.“ Skráð atvinnuleysi var 3,5 prósent í ágúst en Unnur er ekki bjartsýn á framhaldið. „Ég á von á því að atvinnuleysistölur fari hækkandi. Ég held að botninum sé ekki náð í þessum samdrætti sem við erum stödd í núna. En vonandi gerist það sem fyrst á næsta ári. En ég býst við að þetta eigi eftir að aukast meira en orðið er.“
Vinnumarkaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira