Telur forgangsröðun bæjarins ekki leyfa frekari fjölgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. september 2019 13:19 Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi D-lista í Árborg, er ósáttur við forgangsröðun meirihlutans. Stöð 2 Oddviti minnihlutans í Árborg segir forgangsröðun bæjarstjórnar á Selfossi ekki leyfa frekari íbúafjölgun, enda sé álagið á grunninnviðina nú þegar mikið. Íbúar bæjarins kvarta undan sprungnum leikskólum og fjömennum grunnskólabekkjum, á sama tíma og reynt er að lokka fleiri til að flytja í bæinn. Bæjaryfirvöld í Árborg hafa sætt nokkurri gagnrýni eftir frétt Stöðvar 2 í gærkvöld þar sem fjallað var um sérstakt kynningarátak sveitarfélagsins og fyrirtækja á svæðinu, sem gengur út á vekja athygli á Selfossi, sem góðum búsetukosti. Á umræðuvettvangi íbúa á Selfossi hafa skapast heitar umræður um átakið og þykir fólki skjóta skökku við að bæjaryfirvöld reyni að fá fleiri til að flytja til bæjarsins, þegar grunninnviðir virðast ekki geta borið núverandi íbúafjölda. Nú þegar séu langir biðlistar á leikskóla bæjarins, grunnskólarnir séu sprungnir og íþróttahúsin of lítil. Gunnar Egilsson, oddviti minnihlutans í Árborg, tekur í sama streng. Forgangsröðun bæjarfélagsins leyfi ekki kynningarátak sem þetta. „Innviðauppbyggingin, hún er í molum hérna,“ segir hann. Lengi hafi verið kallað eftir uppbyggingu leikskóla, en án árangurs. „Það eru 52 börn á biðlista í leikskóla og forgangsröðunin hérna er alveg ótrúleg,“ fullyrðir Gunnar. Fjölgunin í bæjarfélaginu undanfarið ár, sem bæjarstjóri Árborgar sagði í gærkvöld að væri án fordæma, hafi verið viðbúin og minni en árið 2017. „Þetta er bara kjaftæði. Það var vitað að það yrði talsvert mikil fjölgun þegar það væri mikið byggt hérna,“ segir Gunnar. Hann telur samstöðu um hvaða innviðir þurfi að vera í lagi: „Leikskóli, skóli, íþróttahús við nýja skólann og sundlaug við annan skólann okkar [...] og svo hreinsistöð. Þetta er forgangsröðin sem við þurfum að vera með,“ segir hann. Núverandi meirihluti fari hins vegar aðra leið. „Núverandi meirihluti, hann er bara með allt í skrúfunni.“ Árborg Tengdar fréttir Fordæmalaus fjölgun á íbúum í Árborg Mikil fjölgun íbúa í Sveitarfélaginu Árborg hefur komið aftan að bæjaryfirvöldum enda átti engin von á svona mikilli fjölgun íbúa. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúunum fjölgað um eitt þúsund, langmest á Selfossi. 28. september 2019 19:30 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Oddviti minnihlutans í Árborg segir forgangsröðun bæjarstjórnar á Selfossi ekki leyfa frekari íbúafjölgun, enda sé álagið á grunninnviðina nú þegar mikið. Íbúar bæjarins kvarta undan sprungnum leikskólum og fjömennum grunnskólabekkjum, á sama tíma og reynt er að lokka fleiri til að flytja í bæinn. Bæjaryfirvöld í Árborg hafa sætt nokkurri gagnrýni eftir frétt Stöðvar 2 í gærkvöld þar sem fjallað var um sérstakt kynningarátak sveitarfélagsins og fyrirtækja á svæðinu, sem gengur út á vekja athygli á Selfossi, sem góðum búsetukosti. Á umræðuvettvangi íbúa á Selfossi hafa skapast heitar umræður um átakið og þykir fólki skjóta skökku við að bæjaryfirvöld reyni að fá fleiri til að flytja til bæjarsins, þegar grunninnviðir virðast ekki geta borið núverandi íbúafjölda. Nú þegar séu langir biðlistar á leikskóla bæjarins, grunnskólarnir séu sprungnir og íþróttahúsin of lítil. Gunnar Egilsson, oddviti minnihlutans í Árborg, tekur í sama streng. Forgangsröðun bæjarfélagsins leyfi ekki kynningarátak sem þetta. „Innviðauppbyggingin, hún er í molum hérna,“ segir hann. Lengi hafi verið kallað eftir uppbyggingu leikskóla, en án árangurs. „Það eru 52 börn á biðlista í leikskóla og forgangsröðunin hérna er alveg ótrúleg,“ fullyrðir Gunnar. Fjölgunin í bæjarfélaginu undanfarið ár, sem bæjarstjóri Árborgar sagði í gærkvöld að væri án fordæma, hafi verið viðbúin og minni en árið 2017. „Þetta er bara kjaftæði. Það var vitað að það yrði talsvert mikil fjölgun þegar það væri mikið byggt hérna,“ segir Gunnar. Hann telur samstöðu um hvaða innviðir þurfi að vera í lagi: „Leikskóli, skóli, íþróttahús við nýja skólann og sundlaug við annan skólann okkar [...] og svo hreinsistöð. Þetta er forgangsröðin sem við þurfum að vera með,“ segir hann. Núverandi meirihluti fari hins vegar aðra leið. „Núverandi meirihluti, hann er bara með allt í skrúfunni.“
Árborg Tengdar fréttir Fordæmalaus fjölgun á íbúum í Árborg Mikil fjölgun íbúa í Sveitarfélaginu Árborg hefur komið aftan að bæjaryfirvöldum enda átti engin von á svona mikilli fjölgun íbúa. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúunum fjölgað um eitt þúsund, langmest á Selfossi. 28. september 2019 19:30 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Fordæmalaus fjölgun á íbúum í Árborg Mikil fjölgun íbúa í Sveitarfélaginu Árborg hefur komið aftan að bæjaryfirvöldum enda átti engin von á svona mikilli fjölgun íbúa. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúunum fjölgað um eitt þúsund, langmest á Selfossi. 28. september 2019 19:30