Telur forgangsröðun bæjarins ekki leyfa frekari fjölgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. september 2019 13:19 Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi D-lista í Árborg, er ósáttur við forgangsröðun meirihlutans. Stöð 2 Oddviti minnihlutans í Árborg segir forgangsröðun bæjarstjórnar á Selfossi ekki leyfa frekari íbúafjölgun, enda sé álagið á grunninnviðina nú þegar mikið. Íbúar bæjarins kvarta undan sprungnum leikskólum og fjömennum grunnskólabekkjum, á sama tíma og reynt er að lokka fleiri til að flytja í bæinn. Bæjaryfirvöld í Árborg hafa sætt nokkurri gagnrýni eftir frétt Stöðvar 2 í gærkvöld þar sem fjallað var um sérstakt kynningarátak sveitarfélagsins og fyrirtækja á svæðinu, sem gengur út á vekja athygli á Selfossi, sem góðum búsetukosti. Á umræðuvettvangi íbúa á Selfossi hafa skapast heitar umræður um átakið og þykir fólki skjóta skökku við að bæjaryfirvöld reyni að fá fleiri til að flytja til bæjarsins, þegar grunninnviðir virðast ekki geta borið núverandi íbúafjölda. Nú þegar séu langir biðlistar á leikskóla bæjarins, grunnskólarnir séu sprungnir og íþróttahúsin of lítil. Gunnar Egilsson, oddviti minnihlutans í Árborg, tekur í sama streng. Forgangsröðun bæjarfélagsins leyfi ekki kynningarátak sem þetta. „Innviðauppbyggingin, hún er í molum hérna,“ segir hann. Lengi hafi verið kallað eftir uppbyggingu leikskóla, en án árangurs. „Það eru 52 börn á biðlista í leikskóla og forgangsröðunin hérna er alveg ótrúleg,“ fullyrðir Gunnar. Fjölgunin í bæjarfélaginu undanfarið ár, sem bæjarstjóri Árborgar sagði í gærkvöld að væri án fordæma, hafi verið viðbúin og minni en árið 2017. „Þetta er bara kjaftæði. Það var vitað að það yrði talsvert mikil fjölgun þegar það væri mikið byggt hérna,“ segir Gunnar. Hann telur samstöðu um hvaða innviðir þurfi að vera í lagi: „Leikskóli, skóli, íþróttahús við nýja skólann og sundlaug við annan skólann okkar [...] og svo hreinsistöð. Þetta er forgangsröðin sem við þurfum að vera með,“ segir hann. Núverandi meirihluti fari hins vegar aðra leið. „Núverandi meirihluti, hann er bara með allt í skrúfunni.“ Árborg Tengdar fréttir Fordæmalaus fjölgun á íbúum í Árborg Mikil fjölgun íbúa í Sveitarfélaginu Árborg hefur komið aftan að bæjaryfirvöldum enda átti engin von á svona mikilli fjölgun íbúa. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúunum fjölgað um eitt þúsund, langmest á Selfossi. 28. september 2019 19:30 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Oddviti minnihlutans í Árborg segir forgangsröðun bæjarstjórnar á Selfossi ekki leyfa frekari íbúafjölgun, enda sé álagið á grunninnviðina nú þegar mikið. Íbúar bæjarins kvarta undan sprungnum leikskólum og fjömennum grunnskólabekkjum, á sama tíma og reynt er að lokka fleiri til að flytja í bæinn. Bæjaryfirvöld í Árborg hafa sætt nokkurri gagnrýni eftir frétt Stöðvar 2 í gærkvöld þar sem fjallað var um sérstakt kynningarátak sveitarfélagsins og fyrirtækja á svæðinu, sem gengur út á vekja athygli á Selfossi, sem góðum búsetukosti. Á umræðuvettvangi íbúa á Selfossi hafa skapast heitar umræður um átakið og þykir fólki skjóta skökku við að bæjaryfirvöld reyni að fá fleiri til að flytja til bæjarsins, þegar grunninnviðir virðast ekki geta borið núverandi íbúafjölda. Nú þegar séu langir biðlistar á leikskóla bæjarins, grunnskólarnir séu sprungnir og íþróttahúsin of lítil. Gunnar Egilsson, oddviti minnihlutans í Árborg, tekur í sama streng. Forgangsröðun bæjarfélagsins leyfi ekki kynningarátak sem þetta. „Innviðauppbyggingin, hún er í molum hérna,“ segir hann. Lengi hafi verið kallað eftir uppbyggingu leikskóla, en án árangurs. „Það eru 52 börn á biðlista í leikskóla og forgangsröðunin hérna er alveg ótrúleg,“ fullyrðir Gunnar. Fjölgunin í bæjarfélaginu undanfarið ár, sem bæjarstjóri Árborgar sagði í gærkvöld að væri án fordæma, hafi verið viðbúin og minni en árið 2017. „Þetta er bara kjaftæði. Það var vitað að það yrði talsvert mikil fjölgun þegar það væri mikið byggt hérna,“ segir Gunnar. Hann telur samstöðu um hvaða innviðir þurfi að vera í lagi: „Leikskóli, skóli, íþróttahús við nýja skólann og sundlaug við annan skólann okkar [...] og svo hreinsistöð. Þetta er forgangsröðin sem við þurfum að vera með,“ segir hann. Núverandi meirihluti fari hins vegar aðra leið. „Núverandi meirihluti, hann er bara með allt í skrúfunni.“
Árborg Tengdar fréttir Fordæmalaus fjölgun á íbúum í Árborg Mikil fjölgun íbúa í Sveitarfélaginu Árborg hefur komið aftan að bæjaryfirvöldum enda átti engin von á svona mikilli fjölgun íbúa. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúunum fjölgað um eitt þúsund, langmest á Selfossi. 28. september 2019 19:30 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Fordæmalaus fjölgun á íbúum í Árborg Mikil fjölgun íbúa í Sveitarfélaginu Árborg hefur komið aftan að bæjaryfirvöldum enda átti engin von á svona mikilli fjölgun íbúa. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúunum fjölgað um eitt þúsund, langmest á Selfossi. 28. september 2019 19:30