Segir vinnubrögð ráðamanna í loftslagsmálum byggjast á sýndarmennsku Sylvía Hall skrifar 29. september 2019 16:29 Sigmundi þykir óviðeigandi að Greta Thunberg sé í forsvari fyrir aðgerðarsinna í loftslagsmálum. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir loftslagsumræðu vera á villigötum og snúist að mestu leyti um sýndarmennsku. Leiðtogar heimsins hittist á „sýndarfundum“ á meðan aðgerðir sem raunverulega virka séu fólgnar í tækniframförum. Sigmundur Davíð var einn gesta í umræðuvettvangi dagsins í Silfrinu í dag. Þar ræddi hann meðal annars loftslagsmálin og sagði menn ekki vera að nálgast þau á réttan hátt. „Þetta snýst allt um einhverja sýndarmennsku. Hér á Íslandi er farið að moka ofan í skurði og búa til einhverjar kenningar um að það leysi loftslagsmálin fyrir okkur. Á meðan hafa aðgerðir sem raunverulega virka birst í tækniframförum og til dæmis bara í því að færa sig úr olíu og kolum yfir í gas. Það er ástæðan fyrir því að Bandaríkin hafa dregið verulega úr kolefnislosun sinni, þau hafa færst sig í auknum mæli yfir í gasbrennslu,“ sagði Sigmundur Davíð. Attenborough, sem er á tíræðisaldri, ræddi við Vilhjálm Bretaprins um loftslagsmál í Davos.Vísir/EPAFljúga á einkaþotum til þess að ræða alvöru aðgerðir Hann sagði þetta sýna sig best í fjölda loftslagsráðstefna og alþjóðlegra funda þar sem leiðtogar heimsins ræða aðgerðir í loftslagsmálum. Það skjóti skökku við að fólk fljúgi þangað á einkaþotum og ætli að fara leggja almenningi línurnar. „Það hittist eitthvað fólk sem kemur saman á einkaþotunum, sextán hundruð einkaþotur í Davos, til þess að ræða loftslagsmál og útskýra fyrir almenningi að hann verði nú að hætta þessum ferðum sínum til Kanaríeyja og leggja einkabílnum, fara í borgarlínu. Svo fljúga menn heim á einkaþotunni á næsta sýndarfund.“ Hann sagði Gretu Thunberg skýrt dæmi um sýndarpólitíkina í loftslagsmálum. Honum þætti í raun óviðeigandi að nota barn í „pólitískri baráttu á heimsvísu“ eins og hann komst að orði. Þá bætti hún við að hún væri ekki eina barnið í þessari stöðu.Skiptir mestu að málið sé komið á dagskrá Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, svaraði Sigmundi Davíð og sagði að ef hann væri ekki loftslagsafneitunarsinni væri hann í það minnsta tortrygginn varðandi slík mál. Mikilvægast væri þó að fólk væri farið að ræða hvernig það gæti gert betur í umhverfismálum. „Það skiptir öllu máli að þetta sé komið á dagskrá, og það getur vel verið að vinnubrögðin til að byrja með séu fumkennd vegna þess að þetta gerist ekki í garðinum hjá einstaklingum heldur þarf þetta að gerast hjá stjórnvöldum og fyrirtækjum,“ sagði Logi. Loftslagsmál Tengdar fréttir Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48 Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerða Ummæli yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um öfgar í loftslagsumræðu fóru víða á dögunum en án samhengisins sem þau féllu í. 20. september 2019 10:15 Leiðtogar funda í New York um loftslagsvá Aðeins þeir leiðtogar sem koma með lausnir á loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna fá að halda ræðu. 23. september 2019 14:21 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir loftslagsumræðu vera á villigötum og snúist að mestu leyti um sýndarmennsku. Leiðtogar heimsins hittist á „sýndarfundum“ á meðan aðgerðir sem raunverulega virka séu fólgnar í tækniframförum. Sigmundur Davíð var einn gesta í umræðuvettvangi dagsins í Silfrinu í dag. Þar ræddi hann meðal annars loftslagsmálin og sagði menn ekki vera að nálgast þau á réttan hátt. „Þetta snýst allt um einhverja sýndarmennsku. Hér á Íslandi er farið að moka ofan í skurði og búa til einhverjar kenningar um að það leysi loftslagsmálin fyrir okkur. Á meðan hafa aðgerðir sem raunverulega virka birst í tækniframförum og til dæmis bara í því að færa sig úr olíu og kolum yfir í gas. Það er ástæðan fyrir því að Bandaríkin hafa dregið verulega úr kolefnislosun sinni, þau hafa færst sig í auknum mæli yfir í gasbrennslu,“ sagði Sigmundur Davíð. Attenborough, sem er á tíræðisaldri, ræddi við Vilhjálm Bretaprins um loftslagsmál í Davos.Vísir/EPAFljúga á einkaþotum til þess að ræða alvöru aðgerðir Hann sagði þetta sýna sig best í fjölda loftslagsráðstefna og alþjóðlegra funda þar sem leiðtogar heimsins ræða aðgerðir í loftslagsmálum. Það skjóti skökku við að fólk fljúgi þangað á einkaþotum og ætli að fara leggja almenningi línurnar. „Það hittist eitthvað fólk sem kemur saman á einkaþotunum, sextán hundruð einkaþotur í Davos, til þess að ræða loftslagsmál og útskýra fyrir almenningi að hann verði nú að hætta þessum ferðum sínum til Kanaríeyja og leggja einkabílnum, fara í borgarlínu. Svo fljúga menn heim á einkaþotunni á næsta sýndarfund.“ Hann sagði Gretu Thunberg skýrt dæmi um sýndarpólitíkina í loftslagsmálum. Honum þætti í raun óviðeigandi að nota barn í „pólitískri baráttu á heimsvísu“ eins og hann komst að orði. Þá bætti hún við að hún væri ekki eina barnið í þessari stöðu.Skiptir mestu að málið sé komið á dagskrá Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, svaraði Sigmundi Davíð og sagði að ef hann væri ekki loftslagsafneitunarsinni væri hann í það minnsta tortrygginn varðandi slík mál. Mikilvægast væri þó að fólk væri farið að ræða hvernig það gæti gert betur í umhverfismálum. „Það skiptir öllu máli að þetta sé komið á dagskrá, og það getur vel verið að vinnubrögðin til að byrja með séu fumkennd vegna þess að þetta gerist ekki í garðinum hjá einstaklingum heldur þarf þetta að gerast hjá stjórnvöldum og fyrirtækjum,“ sagði Logi.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48 Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerða Ummæli yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um öfgar í loftslagsumræðu fóru víða á dögunum en án samhengisins sem þau féllu í. 20. september 2019 10:15 Leiðtogar funda í New York um loftslagsvá Aðeins þeir leiðtogar sem koma með lausnir á loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna fá að halda ræðu. 23. september 2019 14:21 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48
Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerða Ummæli yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um öfgar í loftslagsumræðu fóru víða á dögunum en án samhengisins sem þau féllu í. 20. september 2019 10:15
Leiðtogar funda í New York um loftslagsvá Aðeins þeir leiðtogar sem koma með lausnir á loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna fá að halda ræðu. 23. september 2019 14:21