Innlent

Áfengi mælist dýrast á Íslandi

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Sopinn er dýrastur á Íslandi.
Sopinn er dýrastur á Íslandi. Fréttablaðið/Ernir

Í nýrri rannsókn Euro­stat á áfengisverði í Evrópu kemur í ljós að Ísland er dýrasti staðurinn. Rannsóknin næri bæði til Evrópusambandsins og EFTA-landanna. Er áfengisverð á Íslandi meira en tvöfalt meðalverð í Evrópu. Meðaltalið er reiknað sem 100 prósent en verðið á Íslandi er 267,6.

Eina landið sem kemst nálægt Íslandi er Noregur, þar sem hlutfallið er 252,2. Líkt og í Noregi eru skattar á áfengi háir á Íslandi. Vel yfir helmingur á bjór og léttvíni og enn hærri á sterku víni. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi munu áfengisskattar hækkar um 2,5 prósent um áramót.

Til samanburðar má nefna að áfengisverð í Svíþjóð er 152 prósent af meðaltali, Í Danmörku 124, í Bretlandi 129, Þýskalandi 88,5 og Spáni 84. Ódýrast er áfengi í Norður-Makedóníu og Bosníu, eða um 72 prósent.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.