Lífið

Saoirse Ronan var í Alþingishúsinu og hitti Rósu Björk

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Rósa Björk og Saoirse í Alþingishúsinu.
Rósa Björk og Saoirse í Alþingishúsinu. skjáskot/twitter

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, mætti í dag á þingsetningu ásamt samstarfsmönnum sínum. Það var þó ekki það eina skemmtilega sem Rósa Björk brallaði í dag en hún hitti írsku leikkonuna Saoirse Ronan.

Saoirse var á rölti um Alþingishúsið og var að skoða sig um en hún sagði þegar hún spjallaði við Rósu að hún sé búin að vera á landinu í nokkra daga og hafi líkað svo vel að hún hafi ákveðið að framlengja ferðalagið. Þetta segir Rósa Björk í samtali við fréttastofu Vísis.

Saoirse sagði mjög gaman og áhugavert að skoða Alþingishúsið og Rósa segir hana hafa verið alveg frábæra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.