Lífið

Saoirse Ronan var í Alþingishúsinu og hitti Rósu Björk

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Rósa Björk og Saoirse í Alþingishúsinu.
Rósa Björk og Saoirse í Alþingishúsinu. skjáskot/twitter
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, mætti í dag á þingsetningu ásamt samstarfsmönnum sínum. Það var þó ekki það eina skemmtilega sem Rósa Björk brallaði í dag en hún hitti írsku leikkonuna Saoirse Ronan.Saoirse var á rölti um Alþingishúsið og var að skoða sig um en hún sagði þegar hún spjallaði við Rósu að hún sé búin að vera á landinu í nokkra daga og hafi líkað svo vel að hún hafi ákveðið að framlengja ferðalagið. Þetta segir Rósa Björk í samtali við fréttastofu Vísis.Saoirse sagði mjög gaman og áhugavert að skoða Alþingishúsið og Rósa segir hana hafa verið alveg frábæra.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.