Innlent

Ætlar að láta drauminn um Disneyland rætast á þrítugsafmælinu

Nadine Guðrún Yaghi skrifar

Ingimar Azzad Torossian hefur alla tíð elskað teiknimyndir, sérstaklega Mikka mús. Fyrir fjórum árum byrjaði hann að safna fyrir ferð í Disney land í Flórída með systur sinni. Í ár ætlar hann sér að láta drauminn rætast í tilefni þess að hann á þrítugsafmæli.

Hann segist vera mjög spenntur fyrir garðinum sjálfum, Universal Studios og McDonald‘s.

Ferðin kostar mann í hans sporum mun meira en flesta aðra þar sem hann þarf að hafa með sér tvo aðstoðarmenn. Fyrir þá þarf hann að kosta flug, gistingu, miða í garðinn og uppihald.

Ingimar er mikill listamaður og til þess að létta róðurinn ákvað hann að selja eftirprentanir af mynd sem hann málaði af Charlie Chaplin og selja í gegn um Facebook.

Aðstoðarmaður Ingimars bendir á að kostnaður vegna aðstoðarmanna einhverfra sé oft mikið vandamál. Ingimar þurfi alltaf að borga fyrir tvo.

„Fyrir fólk á öryrkjalaunum að þurfa að borga alltaf tvöfalt. Það er hvergi komið til móts við þennan hóp,“ segir Sigsteinn Sigurbergsson, aðstoðarmaður Ingimars.

„Þetta er sá hópur sem hefur hvað minnst á milli handanna. Þá er mjög leiðinlegt að horfa á að einstaklingar í þessum hópi þurfi að safna fyrir sig og kannski tvo aðra til að komast í bíó,“ segir Siranoush María Torossia.

Þau segja að það sé stór hópur í sömu sporum. Allir eigi að fá að taka þátt í samfélaginu. „Það er enginn sem gefur frítt fyrir aðstoðarmenn nema sundlaugarnar og húsdýragarðurinn. Við erum komnir með leið á því,“ Sigsteinn.

Hér má sjá Facebooksíðu sem stofnuð var í kringum væntanlegt ferðalag Ingimars.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.