Uppnám í Garðabæ eftir að börn grýttu önd til dauða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2019 00:08 Hanna birtir myndina af öndinni og biður Garðbæinga að ræða við börnin sín. Dýraspítalinn Garðabæ Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ, segir að rétt fyrir lokun spítalans í dag hafi verið komið með fugl sem hafði verið grýttur nánast til dauða. Hanna greinir frá þessu í Facebook-hópi Garðbæinga. Hún brýnir fyrir foreldrum að ræða við börn sín og hvetur til þess að umræða verði tekin upp í skólum landsins eftir tíðindi af hrekkjum í sveitarfélaginu þar sem gjarðir séu losaðar af hjólum. Hanna segir að starfsfólk dýraspítalans hafði ekki haft neina aðra kosti í stöðunni en að aflífa fuglinn, eða stytta dauðastríðið eins og hún kemst að orði í skilaboðum til granna sinna í Garðabæ. Um hafi verið að ræða önd sem var vængbrotin og með sár eftir meðferðina.„Kona hafði stoppað börn af við verknaðinn við Sjálandsskóla,“ segir Hanna. Hjólahrekkir„Svo heyrir maður af því að verið sé að losa gjarðir á hjólum með það í huga að hrekkja og slasa og maður veltir því fyrir sér hvort að ekki þurfi að hafa verulegar áhyggjur af hugarfari einhverja barna í bænum.“ Vísar Hanna til frásagnar foreldra í Garðabæ, sem birst hafa bæði í fjölmiðlum og fyrrnefndum Facebook-hópi bæjarins, þar sem dekk hafa fallið skyndilega undan reiðhjólum og grunur á að þau hafi verið losuð.„Sterk tenging er milli ofbeldis gagnvart dýrum og þróun yfir í ofbeldi gagnvart fólki. Takið börnin tal, held að skólarnir ættu að taka upp umræðu um samkennd í skólum líkt og Danir eru að gera í skólum þarlendis.“ Nauðsynlegt að grípa inn íÓhætt er að segja að margir lýsi yfir áhyggjum af ástandinu en aðrir eru hreinlega orðlausir.„Þetta er óskaplegt að heyra. Það er erfitt að útskýra eða afsaka svona framferði sem kjánaskap eða óvitaskap,“ segir fjölmiðlakonan og Garðbæingurinn Ragnheiður Elín Clausen.Hrönn Stefánsdóttir, hjúkunarfræðingur á neyðarmóttöku, er sömuleiðis áhyggjufull.„Vá það þarf að grípa þarna inní. Mikil tenging þarna á milli.... er ekki hægt að finna út hver þau eru/voru til að það sé hægt að hjálpa þeim.“ Börn og uppeldi Dýr Garðabær Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ, segir að rétt fyrir lokun spítalans í dag hafi verið komið með fugl sem hafði verið grýttur nánast til dauða. Hanna greinir frá þessu í Facebook-hópi Garðbæinga. Hún brýnir fyrir foreldrum að ræða við börn sín og hvetur til þess að umræða verði tekin upp í skólum landsins eftir tíðindi af hrekkjum í sveitarfélaginu þar sem gjarðir séu losaðar af hjólum. Hanna segir að starfsfólk dýraspítalans hafði ekki haft neina aðra kosti í stöðunni en að aflífa fuglinn, eða stytta dauðastríðið eins og hún kemst að orði í skilaboðum til granna sinna í Garðabæ. Um hafi verið að ræða önd sem var vængbrotin og með sár eftir meðferðina.„Kona hafði stoppað börn af við verknaðinn við Sjálandsskóla,“ segir Hanna. Hjólahrekkir„Svo heyrir maður af því að verið sé að losa gjarðir á hjólum með það í huga að hrekkja og slasa og maður veltir því fyrir sér hvort að ekki þurfi að hafa verulegar áhyggjur af hugarfari einhverja barna í bænum.“ Vísar Hanna til frásagnar foreldra í Garðabæ, sem birst hafa bæði í fjölmiðlum og fyrrnefndum Facebook-hópi bæjarins, þar sem dekk hafa fallið skyndilega undan reiðhjólum og grunur á að þau hafi verið losuð.„Sterk tenging er milli ofbeldis gagnvart dýrum og þróun yfir í ofbeldi gagnvart fólki. Takið börnin tal, held að skólarnir ættu að taka upp umræðu um samkennd í skólum líkt og Danir eru að gera í skólum þarlendis.“ Nauðsynlegt að grípa inn íÓhætt er að segja að margir lýsi yfir áhyggjum af ástandinu en aðrir eru hreinlega orðlausir.„Þetta er óskaplegt að heyra. Það er erfitt að útskýra eða afsaka svona framferði sem kjánaskap eða óvitaskap,“ segir fjölmiðlakonan og Garðbæingurinn Ragnheiður Elín Clausen.Hrönn Stefánsdóttir, hjúkunarfræðingur á neyðarmóttöku, er sömuleiðis áhyggjufull.„Vá það þarf að grípa þarna inní. Mikil tenging þarna á milli.... er ekki hægt að finna út hver þau eru/voru til að það sé hægt að hjálpa þeim.“
Börn og uppeldi Dýr Garðabær Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira