Innlent

Atvinnuhlutfall hæst á Íslandi

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Verkamenn að störfum í Kópavogi.
Verkamenn að störfum í Kópavogi. Fréttablaðið/Vilhelm
Atvinnuhlutfall á Íslandi er hæst innan ríkja Evrópu samkvæmt nýlegri greiningu Euro­stat, 87,6 prósent allra á aldrinum 20 til 64 ára er í vinnu. Hlutfall skráðra atvinnulausra er 2,7 prósent, sem er það lægsta í álfunni.

Við greiningu kemur einnig í ljós að hlutfall langtímaatvinnuleysis er það langlægsta á Íslandi. Aðeins 10 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í eitt ár eða lengur. Svíar eru í öðru sæti með 20 prósent.

Þá er atvinnuleysi ungs fólks á Íslandi með því minnsta í álfunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×