Innlent

Færð inn í bíla­stæða­hús vegna veðurs

Eiður Þór Árnason skrifar
Matarhátíð Reykjavíkur fer fram innandyra að þessu sinni.
Matarhátíð Reykjavíkur fer fram innandyra að þessu sinni. Reykjavík Food Festival
Matarhátíðin Reykjavík Food Festival, einnig nefnd Matarhátíð Reykjavíkur, verður haldin í áttunda skipti á laugardag. Hátíðin sem hefur verið staðsett á Skólavörðustíg frá upphafi, hefur nú verið flutt inn í bílastæðahúsið á gatnamótum Bergstaðastrætis og Skólavörðustígs.

Upphaflega ætluðu skipuleggjendur hátíðarinnar að halda hana í ár með óbreyttu sniði á Skólavörðustígnum en er þessi ákvörðun sögð hafa verið tekin vegna slæmrar veðurspár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Veðurstofan spáir nú rigningu í Reykjavík á laugardag og þrettán til átján metrum á sekúndu síðdegis.

Yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni er Úr flóa að fjalli, og munu tólf veitingastaðir úr borginni vera með veitingabása og bjóða upp á kræsingar. Einnig verða lífleg skemmtiatriði í boði og mun lúðraþytur óma, er fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×