Ekkert gerist við urðun á sorpi: Forstjóri gramsar í gömlu rusli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. september 2019 19:45 Þrjátíu ára gömul símaskrá, þrjátíu ára gamlar buxur, umbúðir undan áleggi og fleira og fleira fundust í þrjátíu ára gömlum ruslahaug þegar Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins fór ofan í hann til að gramsa í gömlu rusli. Hann vill leggja niður alla urðunarstaði landsins enda segir hann að urðun geri ekki neitt fyrir sorpið. „Þetta er úr Kaupfélagi Árnesinga, símanúmerið er 983366, ég veit ekki hvenær þetta var urðað. Hér er einhver góður úrgangur, þetta er búið að vera hér í þrjátíu ár, Ný mjólk, við getum séð innihaldið, það hefur lítið breyst á þessum þrjátíu árum, það gerist ekki neitt allan þennan tíma,“ segir Jón þegar hann fór yfir hluta af því rusli, sem var urðað fyrir þrjátíu árum á gömlum ruslahaugum í Hrísmýri á Selfossi en þar var sorp urðað til ársins 1990. Sorpið lítur nánast alveg eins út í dag og það var sett þarna niður fyrir fyrir öllum þessum árum. Jón fann t.d. buxur, sem voru nánast eins og nýjar. Hann segir að svona urðunarstaðir séu út um allt land og nú sé enn verið að urða mikið magn af sorpi á fimmtán stöðum á landinu. „Við verðum að sýna dug og hætta þessu,“ segir Jón. Mikið af allskonar plasti kom upp úr holunni, allt sem var urðað fyrir þrjátíu árum eða lengra síðan.Magnús HlynurEn af hverju er þetta svona?„Það halda allir að þetta sé ódýrasta leiðin, grafa holu, setja vandamálið ofan í og grafa vandamálið niðri en það kemur alltaf upp að lokum.“ Öll vinna Jóns Þóris og starfsfólks hans hjá Íslenska Gámafélaginu gengur í dag út á að flokka sorp, það sem er ekki hægt að flokka er flutt erlendis í brennslu. „Við teljum að það sé besti kosturinn í dag. Það getur vel verið að það sé hægt að búa til brennslu á Íslandi, þá er það bara frábært en við þurfum að gera þetta núna, ekki eftir tíu ár.“ Gömul símaskrá leyndist í holunni hjá Jóni, ótrúlega heilleg og hægt að lesa nöfnin og símanúmerin. Eimskip var til dæmis með símanúmerið 61800 og 61200 var símanúmerið hjá Kaupfélagi Eyfirðinga.Skilti með upplýsingum hjá Íslenska Gámafélaginu í Hrísmýri á SelfossiMagnús HlynurEn hvað getum við gert til að koma sorpmálum landsins í eins gott stand og mögulegt er? „Við þurfum að fá styrka aðstoð frá yfirvöldum, sem sagt skýrar reglur hvernig eigi að gera hlutina, síðan verður við að fylgja þeim eftir og öll að taka þátt í þeirri vakningu sem er komin, að framkvæma hlutina, sem við erum að tala um,“ segir forstjóri Íslenska Gámafélagsins. Árborg Umhverfismál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Þrjátíu ára gömul símaskrá, þrjátíu ára gamlar buxur, umbúðir undan áleggi og fleira og fleira fundust í þrjátíu ára gömlum ruslahaug þegar Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins fór ofan í hann til að gramsa í gömlu rusli. Hann vill leggja niður alla urðunarstaði landsins enda segir hann að urðun geri ekki neitt fyrir sorpið. „Þetta er úr Kaupfélagi Árnesinga, símanúmerið er 983366, ég veit ekki hvenær þetta var urðað. Hér er einhver góður úrgangur, þetta er búið að vera hér í þrjátíu ár, Ný mjólk, við getum séð innihaldið, það hefur lítið breyst á þessum þrjátíu árum, það gerist ekki neitt allan þennan tíma,“ segir Jón þegar hann fór yfir hluta af því rusli, sem var urðað fyrir þrjátíu árum á gömlum ruslahaugum í Hrísmýri á Selfossi en þar var sorp urðað til ársins 1990. Sorpið lítur nánast alveg eins út í dag og það var sett þarna niður fyrir fyrir öllum þessum árum. Jón fann t.d. buxur, sem voru nánast eins og nýjar. Hann segir að svona urðunarstaðir séu út um allt land og nú sé enn verið að urða mikið magn af sorpi á fimmtán stöðum á landinu. „Við verðum að sýna dug og hætta þessu,“ segir Jón. Mikið af allskonar plasti kom upp úr holunni, allt sem var urðað fyrir þrjátíu árum eða lengra síðan.Magnús HlynurEn af hverju er þetta svona?„Það halda allir að þetta sé ódýrasta leiðin, grafa holu, setja vandamálið ofan í og grafa vandamálið niðri en það kemur alltaf upp að lokum.“ Öll vinna Jóns Þóris og starfsfólks hans hjá Íslenska Gámafélaginu gengur í dag út á að flokka sorp, það sem er ekki hægt að flokka er flutt erlendis í brennslu. „Við teljum að það sé besti kosturinn í dag. Það getur vel verið að það sé hægt að búa til brennslu á Íslandi, þá er það bara frábært en við þurfum að gera þetta núna, ekki eftir tíu ár.“ Gömul símaskrá leyndist í holunni hjá Jóni, ótrúlega heilleg og hægt að lesa nöfnin og símanúmerin. Eimskip var til dæmis með símanúmerið 61800 og 61200 var símanúmerið hjá Kaupfélagi Eyfirðinga.Skilti með upplýsingum hjá Íslenska Gámafélaginu í Hrísmýri á SelfossiMagnús HlynurEn hvað getum við gert til að koma sorpmálum landsins í eins gott stand og mögulegt er? „Við þurfum að fá styrka aðstoð frá yfirvöldum, sem sagt skýrar reglur hvernig eigi að gera hlutina, síðan verður við að fylgja þeim eftir og öll að taka þátt í þeirri vakningu sem er komin, að framkvæma hlutina, sem við erum að tala um,“ segir forstjóri Íslenska Gámafélagsins.
Árborg Umhverfismál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira