Lífið

Óður til Trump í nýju lagi Leoncie

Sylvía Hall skrifar
Leoncie er mikill aðdáandi Bandaríkjaforseta.
Leoncie er mikill aðdáandi Bandaríkjaforseta. Vísir/Samsett
Söngkonan Leoncie sendi frá sér nýtt tónlistarmyndband á YouTube í gær þar sem hún syngur um sitjandi Bandaríkjaforseta og lofsamar hann. Lagið heitir einfaldlega Donald Trump Song.„Donald er besti forseti Bandaríkjanna. Hann hefur gert Bandaríkin stórkostleg á ný. Hann er föðurlandsvinur,“ syngur söngkonan í laginu áður en hún segir Demókrata vera svikara.Söngkonan fer yfir víðan völl í laginu, talar um blaðamenn sem skrifa „falsfréttir“ og ítrekar margoft hversu stórkostleg forsetinn hefur gert Bandaríkin. Aðdáun söngkonunnar á forsetanum virðist allavega vera mikil ef marka má texta lagsins.Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Donald Trump Song.


Tengdar fréttir

Flytur til Indlands og gerist stjórnmálamaður

Leoncie heldur tónleika um næstu helgi á Hard Rock Café. Líklega verður þetta síðasti séns landsmanna að sjá hana troða upp en hún ætlar að flytja til Indlands, gerast stjórnmálamaður og hafa krókódíla sem gæludýr.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.