Bíó og sjónvarp

Hitler-á­deilu­mynd vann mikils­virt verð­laun á TIFF

Sylvía Hall skrifar
Taika Waititi, leikstjóri myndarinnar, fer sjálfur með hlutverk Hitlers.
Taika Waititi, leikstjóri myndarinnar, fer sjálfur með hlutverk Hitlers.
Bíómyndin Jojo Rabbit hlaut áhorfendaverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Toronto (TIFF) sem fram fór í Kanada 5. til 15. september. Háðsádeiluverkið segir frá Jojo, ungum dreng sem á Adolf Hitler sem ímyndaðan vin.Myndin komst í fréttirnar fyrr í sumar þegar Disney hafði áhyggjur af þeim neikvæðu afleiðingum sem myndin gæti haft í för með sér. Bandaríska kvikmyndaverið Fox Searchlight gefur út myndina en Disney keypti nýverið Fox sem á myndverið og eignaðist því útgáfurétt allra mynda sem þaðan koma.Sjá einnig: Disney-toppar hafa verulegar áhyggjur af nýrri Hitlers-ádeiluVerðlaunin eru afar eftirsóknarverð en þau eru sögð ýta undir frekari verðlaunamöguleika og mögulega afla myndinni Óskarstilnefningu. Því eru þetta góðar fréttir fyrir framleiðendur myndarinnar sem hafa verið harðlega gagnrýndir af mörgum fyrir gagnrýnisleysi á raunveruleg efnistök myndarinnar.Fyrrum sigurvegarar þessara verðlauna hafa notið góðs gengis á komandi verðlaunahátíðum. Í því samhengi má nefna myndir á borð við Green Book, La La Land, Room og The Imitation Game.Myndin er í leikstjórn nýsjálenska leikstjórans Taika Waititi og fer hann sjálfur með hlutverk Hitler í kvikmyndinni. Með önnur aðalhlutverk fara þau Scarlett Johansson og Roman Griffin.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.