Innlent

Veist að manni með hnífi í Hafnarfirði

Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Nokkuð var um að ökumenn voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Nokkuð var um að ökumenn voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um líkamsárás í heimahúsi í Hafnarfirði í gærkvöldi. Að sögn lögreglu slasaðist sá sem fyrir árásinni varð ekki alvarlega en lagt hafði verið til hans með hnífi. Sá sem beitti hnífnum var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu og er málið í rannsókn.

Nokkuð var um að ökumenn voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Þá barst lögreglunni tilkynning í gærkvöldi um að verið væri að aka bifhjóli mjög óvarlega í bílakjallara í Kópavogi. Þegar lögregluþjóna bar að garði komi í ljós að ökumaðurinn var réttindalaus og bifhjólið án skráningarnúmers og ótryggt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.