Innlent

Veist að manni með hnífi í Hafnarfirði

Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Nokkuð var um að ökumenn voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Nokkuð var um að ökumenn voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Vísir/Vilhelm
Tilkynnt var um líkamsárás í heimahúsi í Hafnarfirði í gærkvöldi. Að sögn lögreglu slasaðist sá sem fyrir árásinni varð ekki alvarlega en lagt hafði verið til hans með hnífi. Sá sem beitti hnífnum var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu og er málið í rannsókn.

Nokkuð var um að ökumenn voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Þá barst lögreglunni tilkynning í gærkvöldi um að verið væri að aka bifhjóli mjög óvarlega í bílakjallara í Kópavogi. Þegar lögregluþjóna bar að garði komi í ljós að ökumaðurinn var réttindalaus og bifhjólið án skráningarnúmers og ótryggt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×