Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri. Rætt verður við Snorra Magnússon, formann Landsambands lögreglumanna, í fréttatímanum en hann segir ástandið ekki hafa batnað síðustu daga.

Michele Ballarin greiddi 50 milljónir króna fyrir eignir úr þrotabúi WOW air samkvæmt heimildum fréttastofu en meðal þeirra eigna sem Ballarin festi kaup á eru fjólubláu búningarnir og ýmsar rekstrarvörur og varahlutir.

Mótmæli fóru fram við húsakynni héraðssaksóknara í dag þar sem háu hlutfalli niðurfelldra nauðgunarmála var mótmælt.

Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segist hafa reynt að læra af klaustursmálinu og takist vonandi að breyta sér og bæta. Rætt verður við Bergþór í  var kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar í dag með atkvæðum Miðflokksins en fulltrúar annarra flokka sátu hjá.

Við segjum einnig frá því að helsti alþjóðaflugvöllur Grænlands verður gerður að herflugvelli samkvæmt samkomulagi sem undirritað var í dag.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×