Innlent

Eldur kom upp í í­búðar­húsi í Kópa­vogi

Atli Ísleifsson skrifar
Brunavettvangur var innsiglaður af lögreglu og er málið í rannsókn.
Brunavettvangur var innsiglaður af lögreglu og er málið í rannsókn. vísir/vilhelm

Eldur kom upp í kjallara íbúðarhús við Álfhólsveg í Kópavogi um klukkan hálf eitt í nótt.

Allir íbúar voru komnir úr húsinu er lögregla og slökkvilið kom á vettvang en kjallarinn er notaður sem geymsla. Þar var mikill eldur og náði hann einnig að læsa sig í klæðningu hússins.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að slökkvistarf hafi gengið vel en enn er ekkert vitað um eldsupptök.

Brunavettvangur var innsiglaður af lögreglu og er málið í rannsókn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.