Innlent

Eldur kom upp í í­búðar­húsi í Kópa­vogi

Atli Ísleifsson skrifar
Brunavettvangur var innsiglaður af lögreglu og er málið í rannsókn.
Brunavettvangur var innsiglaður af lögreglu og er málið í rannsókn. vísir/vilhelm
Eldur kom upp í kjallara íbúðarhús við Álfhólsveg í Kópavogi um klukkan hálf eitt í nótt.

Allir íbúar voru komnir úr húsinu er lögregla og slökkvilið kom á vettvang en kjallarinn er notaður sem geymsla. Þar var mikill eldur og náði hann einnig að læsa sig í klæðningu hússins.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að slökkvistarf hafi gengið vel en enn er ekkert vitað um eldsupptök.

Brunavettvangur var innsiglaður af lögreglu og er málið í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×