Innlent

Gul við­vörun vestantil á landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Hitinn verður á bilinu átta til þrettán stig, en suðvestlægari og úrkomuminna norðan- og austanlands síðdegis og hiti að 18 stigum.
Hitinn verður á bilinu átta til þrettán stig, en suðvestlægari og úrkomuminna norðan- og austanlands síðdegis og hiti að 18 stigum. Veðurstofan
Gul viðvörun er í gildi fyrir Faxaflóa og Breiðafjörð vegna talsverðrar eða mikillar rigningar.

Á vef Veðurstofunnar segir að búast megi við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem auki hættu á flóðum og skriðuföllum og gati valdið tjóni og raskað samgöngum.

Einnig er aukið álag á fráveitukerfi og er fólk hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.

Hitinn verður á bilinu átta til þrettán stig, en suðvestlægari og úrkomuminna norðan- og austanlands síðdegis og hiti að 18 stigum.

Spáð er suglægri átt næstu daga, með allhvössum vindi og á köflum allmikillirigningu, einkum um landið sunnan- og vestanvert. „Hlýtt loft ættað langt sunnan úr höfum leikur að sama skapi um landann og hæstu hitatölurnar verða eins og svo oft áður þegar áttirnar eru suðlægar á Norður- og Austurlandi. Þar ætti hitinn að ná um það bil 18 gráðum þar sem hlýjast verður en annars verðu hitinn lengst af 8 til 14 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Suðlæg átt, 5-13 m/s. Rigning víða um land, einkum um landið sunnan- og vestanvert. Hiti 9 til 14 stig, en allt að 18 stig á Norðausturlandi.

Á laugardag:

Suðaustlæg átt, 5-13 m/s, hvassast suðvestanlands. Rigning um landið sunnan- og vestanvert, en víða þurrt annars staðar. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast norðaustantil.

Á sunnudag:

Áframhaldandi suðlæg átt og rigning í flestum landshlutum, síst á N- og A-landi. Hiti breytist lítið.

Á mánudag (haustjafndægur), þriðjudag og miðvikudag:

Útlit fyrir suðaustlæga átt með vætu af og til, einkum S- og V-lands. Milt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×