Innlent

Gul við­vörun vestantil á landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Hitinn verður á bilinu átta til þrettán stig, en suðvestlægari og úrkomuminna norðan- og austanlands síðdegis og hiti að 18 stigum.
Hitinn verður á bilinu átta til þrettán stig, en suðvestlægari og úrkomuminna norðan- og austanlands síðdegis og hiti að 18 stigum. Veðurstofan

Gul viðvörun er í gildi fyrir Faxaflóa og Breiðafjörð vegna talsverðrar eða mikillar rigningar.

Á vef Veðurstofunnar segir að búast megi við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem auki hættu á flóðum og skriðuföllum og gati valdið tjóni og raskað samgöngum.

Einnig er aukið álag á fráveitukerfi og er fólk hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.

Hitinn verður á bilinu átta til þrettán stig, en suðvestlægari og úrkomuminna norðan- og austanlands síðdegis og hiti að 18 stigum.

Spáð er suglægri átt næstu daga, með allhvössum vindi og á köflum allmikillirigningu, einkum um landið sunnan- og vestanvert. „Hlýtt loft ættað langt sunnan úr höfum leikur að sama skapi um landann og hæstu hitatölurnar verða eins og svo oft áður þegar áttirnar eru suðlægar á Norður- og Austurlandi. Þar ætti hitinn að ná um það bil 18 gráðum þar sem hlýjast verður en annars verðu hitinn lengst af 8 til 14 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Suðlæg átt, 5-13 m/s. Rigning víða um land, einkum um landið sunnan- og vestanvert. Hiti 9 til 14 stig, en allt að 18 stig á Norðausturlandi.

Á laugardag:
Suðaustlæg átt, 5-13 m/s, hvassast suðvestanlands. Rigning um landið sunnan- og vestanvert, en víða þurrt annars staðar. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast norðaustantil.

Á sunnudag:
Áframhaldandi suðlæg átt og rigning í flestum landshlutum, síst á N- og A-landi. Hiti breytist lítið.

Á mánudag (haustjafndægur), þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir suðaustlæga átt með vætu af og til, einkum S- og V-lands. Milt í veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.