Komi ekki til opinberra styrkja verði innanlandsflug skert Andri Eysteinsson skrifar 1. september 2019 14:43 Gert er ráð fyrir að innanlandsflug til Egilsstaða og Ísafjarðar dragist saman um 10 til 15 prósent í vetur Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að innanlandsflug til Egilsstaða og Ísafjarðar dragist saman um 10 til 15 prósent í vetur að sögn forstjóra Air Icelandair Connect. Hann segir að hið opinbera verði að koma að rekstri innanlandsflugs. Eigi ekki að skerða þjónustu og tíðni í innanlandsflugi verulega. Samdráttur hefur verið í innanlandsflugi á þessu ári. Farþegum á Reykjavíkurflugvelli á fyrstu sjö mánuði ársins fækkaði um 12,4 prósent. Á Egilsstaðaflugvelli nam fækkunin 14 prósentum, á Akureyrarflugvelli 6,4 prósentum og 19,6 prósentum á öðrum flugvöllum utan Keflavíkur. Árni Gunnarsson framkvæmdarstjóri Air Iceland Connect var á Sprengisandi í morgun. „Það eru óvenju miklar sveiflur í þessum rekstri á þessu ári þannig er samdrátturinn á þessu ári meiri en við höfum séð á undanförnum árum,“ segir framkvæmdastjórinn. Árni segir að samdrátturinn nú tengist beint afkomunni á landsbyggðinni.„Við höfum í rekstrinum verið að reyna að halda úti áætlun sem er umfangsmeiri en markaðurinn gerir tilefni til. Höfum ekki náð að halda í þessa fækkun.“Hann týnir til ýmsar leiðir til að gera rekstrargrundvöll innanlandsflugs betri. „Það væri hægt að fullfjármagna rekstur Isavia á innanlandsflugvöllunum. Við borgum lendingargjöld, farþegagjöld, og flugleiðsögugjöld sem er um 10%-15% af hverjum farmiða af verðinu.“ Þá bendir hann á að hið opinbera gæti ákveðið að styrkja innanlandsflug til ákveðinn áfangastaða. Loks sé hægt að fara hina svokölluðu skosku leið þar sem íbúar á landsbyggðinni eru styrktir til að fljúga innanlands. Alvarleg staða blasi við verði ekkert gert. „Þróunin getur orðið þannig að það getir orðið mjög skert tíðni og þjónusta ef við höldum áfram á þessari leið sem við erum núna, nema eitthvað komi inn í ef ekkert verður að gert sjáum við fram á verulega skerta þjónustu,“ sagði Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Byggðamál Fréttir af flugi Sprengisandur Tengdar fréttir Vill að fólk verði hvatt til að fljúga innanlands Skiptar skoðanir eru á milli þingmannanna Jóns Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki og Hönnu Katrínar Friðriksson, Viðreisn, um hvort ríkið eigi að greiða niður rekstrarkostnað innanlandsflugfélaga með nokkrum hætti. 1. september 2019 13:33 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Gert er ráð fyrir að innanlandsflug til Egilsstaða og Ísafjarðar dragist saman um 10 til 15 prósent í vetur að sögn forstjóra Air Icelandair Connect. Hann segir að hið opinbera verði að koma að rekstri innanlandsflugs. Eigi ekki að skerða þjónustu og tíðni í innanlandsflugi verulega. Samdráttur hefur verið í innanlandsflugi á þessu ári. Farþegum á Reykjavíkurflugvelli á fyrstu sjö mánuði ársins fækkaði um 12,4 prósent. Á Egilsstaðaflugvelli nam fækkunin 14 prósentum, á Akureyrarflugvelli 6,4 prósentum og 19,6 prósentum á öðrum flugvöllum utan Keflavíkur. Árni Gunnarsson framkvæmdarstjóri Air Iceland Connect var á Sprengisandi í morgun. „Það eru óvenju miklar sveiflur í þessum rekstri á þessu ári þannig er samdrátturinn á þessu ári meiri en við höfum séð á undanförnum árum,“ segir framkvæmdastjórinn. Árni segir að samdrátturinn nú tengist beint afkomunni á landsbyggðinni.„Við höfum í rekstrinum verið að reyna að halda úti áætlun sem er umfangsmeiri en markaðurinn gerir tilefni til. Höfum ekki náð að halda í þessa fækkun.“Hann týnir til ýmsar leiðir til að gera rekstrargrundvöll innanlandsflugs betri. „Það væri hægt að fullfjármagna rekstur Isavia á innanlandsflugvöllunum. Við borgum lendingargjöld, farþegagjöld, og flugleiðsögugjöld sem er um 10%-15% af hverjum farmiða af verðinu.“ Þá bendir hann á að hið opinbera gæti ákveðið að styrkja innanlandsflug til ákveðinn áfangastaða. Loks sé hægt að fara hina svokölluðu skosku leið þar sem íbúar á landsbyggðinni eru styrktir til að fljúga innanlands. Alvarleg staða blasi við verði ekkert gert. „Þróunin getur orðið þannig að það getir orðið mjög skert tíðni og þjónusta ef við höldum áfram á þessari leið sem við erum núna, nema eitthvað komi inn í ef ekkert verður að gert sjáum við fram á verulega skerta þjónustu,“ sagði Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Byggðamál Fréttir af flugi Sprengisandur Tengdar fréttir Vill að fólk verði hvatt til að fljúga innanlands Skiptar skoðanir eru á milli þingmannanna Jóns Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki og Hönnu Katrínar Friðriksson, Viðreisn, um hvort ríkið eigi að greiða niður rekstrarkostnað innanlandsflugfélaga með nokkrum hætti. 1. september 2019 13:33 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Vill að fólk verði hvatt til að fljúga innanlands Skiptar skoðanir eru á milli þingmannanna Jóns Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki og Hönnu Katrínar Friðriksson, Viðreisn, um hvort ríkið eigi að greiða niður rekstrarkostnað innanlandsflugfélaga með nokkrum hætti. 1. september 2019 13:33