Einelti í skólum að aukast á ný Ari Brynjólfsson skrifar 4. september 2019 06:45 Einelti í grunnskólum fór minnkandi eftir hrun, en fer nú aftur vaxandi. Fréttablaðið/Eyþór Einelti í grunnskólum hefur aukist á síðustu árum eftir að hafa farið minnkandi á hrunárunum. Þetta er meðal niðurstaðna eineltisrannsókna í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni. „Svo virðist við fyrstu sýn að þegar uppsveifan í efnahagslífinu kom aftur þá fari einelti upp á við,“ segir Þorlákur Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar á Íslandi. Hann segir erfitt að meta þróunina nákvæmlega nema byggja niðurstöður á sama hópi skóla yfir lengra tímabil. Skólarnir fylgist hver um sig með og bregst við í samræmi við mat nemenda á stöðu sinni. Í sumum skólum mælist ávallt lítið einelti. „Það er vitað hvað þarf að vera til staðar í skólunum eigi að ná tökum á ástandinu. Starfsfólk þarf að vera stöðugt á vaktinni,“ segir Þorlákur. Einelti í 5. til 10. bekk mælist nú 6,2 prósent að meðaltali í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni. Þessi tala var farin niður í 4,8 prósent árið 2012, sem var 7,6 prósent haustið 2007. Einelti í skólum í Reykjavík mælist nú 5,5% prósent, talan var komin niður í 4,6 prósent árið 2012 en var 6,9 prósent árið 2007. Alls hafa 103 grunnskólar tekið með einhverjum hætti þátt í Olweusaráætluninni frá upphafi, haustið 2002. Síðastliðið skólaár var víðtæk eineltiskönnun lögð fyrir 6.400 nemendur. Nemendur í 4. til 10. bekk taka eineltiskönnun árlega, um er að ræða ítarlegan spurningalista þar sem meðal annars er spurt hvort þeir leggi aðra í einelti, hafi orðið vitni að slíku eða hafi orðið fyrir því. „Það væri réttar að tala um rannsókn fremur en könnun, þar sem við speglum mjög áhrifamikla þætti sem varpa ljósi á stöðu nemenda. Niðurstöðurnar hverju sinni kalla síðan á viðbrögð skólans og skólasamfélagsins alls,“ segir Þorlákur. Frá 2002 hefur eineltiskönnunin verið lögð fyrir meira en 160 þúsund nemendur. „Einelti í grunnskólum mældist almennt meira fyrir hrun. Það fór síðan minnkandi, en fer nú aftur heldur vaxandi. Þetta er samt ekki bein lína upp,“ segir Þorlákur. Fleira spilar þó inn í en einfaldlega staðan í efnahagsmálum. „Þegar þjóðin sigldi inn í kreppu þá voru skólarnir mjög meðvitaðir um að einelti gæti aukist. Starfsfólk var sérstaklega á varðbergi,“ segir Þorlákur. Sigríður Lára Haraldsdóttir, formaður fagráðs eineltismála hjá Menntamálastofnun, segir erfitt að segja til um hvort einelti sé almennt að aukast. Fagráðið sér aðeins um erfiðustu málin, sem ekki hefur tekist að leysa þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir innan skóla eða á vettvangi sveitarfélaga. Tilvísanir til fagráðsins eru tiltölulega fáar árlega, en Sigríður Lára vill ekki útiloka að málum sem rata ekki inn á borð til fagráðsins hafi fjölgað. „Við merkjum alltaf aukningu í fyrirspurnum í byrjun og enda skólaárs, en við erum ekki að finna neina aukningu í tilvísunum til okkar á milli ára,“ segir Sigríður Lára. „Það er því miður of mikið af eineltismálum, eitt mál er einu of mikið.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Einelti í grunnskólum hefur aukist á síðustu árum eftir að hafa farið minnkandi á hrunárunum. Þetta er meðal niðurstaðna eineltisrannsókna í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni. „Svo virðist við fyrstu sýn að þegar uppsveifan í efnahagslífinu kom aftur þá fari einelti upp á við,“ segir Þorlákur Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar á Íslandi. Hann segir erfitt að meta þróunina nákvæmlega nema byggja niðurstöður á sama hópi skóla yfir lengra tímabil. Skólarnir fylgist hver um sig með og bregst við í samræmi við mat nemenda á stöðu sinni. Í sumum skólum mælist ávallt lítið einelti. „Það er vitað hvað þarf að vera til staðar í skólunum eigi að ná tökum á ástandinu. Starfsfólk þarf að vera stöðugt á vaktinni,“ segir Þorlákur. Einelti í 5. til 10. bekk mælist nú 6,2 prósent að meðaltali í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni. Þessi tala var farin niður í 4,8 prósent árið 2012, sem var 7,6 prósent haustið 2007. Einelti í skólum í Reykjavík mælist nú 5,5% prósent, talan var komin niður í 4,6 prósent árið 2012 en var 6,9 prósent árið 2007. Alls hafa 103 grunnskólar tekið með einhverjum hætti þátt í Olweusaráætluninni frá upphafi, haustið 2002. Síðastliðið skólaár var víðtæk eineltiskönnun lögð fyrir 6.400 nemendur. Nemendur í 4. til 10. bekk taka eineltiskönnun árlega, um er að ræða ítarlegan spurningalista þar sem meðal annars er spurt hvort þeir leggi aðra í einelti, hafi orðið vitni að slíku eða hafi orðið fyrir því. „Það væri réttar að tala um rannsókn fremur en könnun, þar sem við speglum mjög áhrifamikla þætti sem varpa ljósi á stöðu nemenda. Niðurstöðurnar hverju sinni kalla síðan á viðbrögð skólans og skólasamfélagsins alls,“ segir Þorlákur. Frá 2002 hefur eineltiskönnunin verið lögð fyrir meira en 160 þúsund nemendur. „Einelti í grunnskólum mældist almennt meira fyrir hrun. Það fór síðan minnkandi, en fer nú aftur heldur vaxandi. Þetta er samt ekki bein lína upp,“ segir Þorlákur. Fleira spilar þó inn í en einfaldlega staðan í efnahagsmálum. „Þegar þjóðin sigldi inn í kreppu þá voru skólarnir mjög meðvitaðir um að einelti gæti aukist. Starfsfólk var sérstaklega á varðbergi,“ segir Þorlákur. Sigríður Lára Haraldsdóttir, formaður fagráðs eineltismála hjá Menntamálastofnun, segir erfitt að segja til um hvort einelti sé almennt að aukast. Fagráðið sér aðeins um erfiðustu málin, sem ekki hefur tekist að leysa þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir innan skóla eða á vettvangi sveitarfélaga. Tilvísanir til fagráðsins eru tiltölulega fáar árlega, en Sigríður Lára vill ekki útiloka að málum sem rata ekki inn á borð til fagráðsins hafi fjölgað. „Við merkjum alltaf aukningu í fyrirspurnum í byrjun og enda skólaárs, en við erum ekki að finna neina aukningu í tilvísunum til okkar á milli ára,“ segir Sigríður Lára. „Það er því miður of mikið af eineltismálum, eitt mál er einu of mikið.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira