Mótmælendur handteknir við Höfða Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2019 13:46 Mikil öryggisgæsla er við Höfða í dag þar sem varaforseti Bandaríkjanna fundar. Vísir/Vilhelm Tveir einstaklingar voru handteknir við Höfða í Reykjavík í dag þar sem þeir höfðu verið að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna. Mike Pence fundar í Höfða í síðar í dag með utanríkisráðherra og fulltrúum viðskiptalífsins. Mótmælendur kveiktu í bandarískum fána í fjörunni, skammt frá Höfða, og birti annar þeirra mynd af verknaðinum á Facebook. Færslu hans, Benjamíns Julian, má sjá hér að neðan. Þeir voru báðir handteknir og fluttir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Magnús Helgason, faðir hins mótmælandans, segir í samtali við Vísi að þeim hafi verið gefið tvennt að sök; annars vegar að kveikja eld á almannafæri og hins vegar að smána fána erlends ríkis. Magnús gefur sjálfur lítið fyrir þessi meintu brot. Á færri stöðum í Reykjavík sé minni eldhætta en þarna í fjörunni. Aukinheldur er það stjórnarskrárvarinn réttur Bandaríkjamanna að bera eld að eigin fána og því þykir Magnúsi forkastanlegt að sonur sinn skuli vera handtekinn af þessum sökum. Að sögn Magnúsar verða mótmælendurnir yfirheyrðir síðar í dag en segist ekki vita hvort þeir verði ákærðir fyrir mótmæli sín. Lögreglan vildi ekki tjá sig um málið og sagði Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðsstjóri á Hverfisgötu, að líklega yrði send út fréttatilkynning vegna málsins.Fréttin hefur verið uppfærð. Heimsókn Mike Pence Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Leyniskyttur klárar á þaki Arion banka og Advania Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og kona hans Karen Pence, eru á leið í Höfða í Borgartúni þar sem hann mun funda með utanríkisráðherra í dag. 4. september 2019 13:37 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Tveir einstaklingar voru handteknir við Höfða í Reykjavík í dag þar sem þeir höfðu verið að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna. Mike Pence fundar í Höfða í síðar í dag með utanríkisráðherra og fulltrúum viðskiptalífsins. Mótmælendur kveiktu í bandarískum fána í fjörunni, skammt frá Höfða, og birti annar þeirra mynd af verknaðinum á Facebook. Færslu hans, Benjamíns Julian, má sjá hér að neðan. Þeir voru báðir handteknir og fluttir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Magnús Helgason, faðir hins mótmælandans, segir í samtali við Vísi að þeim hafi verið gefið tvennt að sök; annars vegar að kveikja eld á almannafæri og hins vegar að smána fána erlends ríkis. Magnús gefur sjálfur lítið fyrir þessi meintu brot. Á færri stöðum í Reykjavík sé minni eldhætta en þarna í fjörunni. Aukinheldur er það stjórnarskrárvarinn réttur Bandaríkjamanna að bera eld að eigin fána og því þykir Magnúsi forkastanlegt að sonur sinn skuli vera handtekinn af þessum sökum. Að sögn Magnúsar verða mótmælendurnir yfirheyrðir síðar í dag en segist ekki vita hvort þeir verði ákærðir fyrir mótmæli sín. Lögreglan vildi ekki tjá sig um málið og sagði Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðsstjóri á Hverfisgötu, að líklega yrði send út fréttatilkynning vegna málsins.Fréttin hefur verið uppfærð.
Heimsókn Mike Pence Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Leyniskyttur klárar á þaki Arion banka og Advania Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og kona hans Karen Pence, eru á leið í Höfða í Borgartúni þar sem hann mun funda með utanríkisráðherra í dag. 4. september 2019 13:37 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23
Leyniskyttur klárar á þaki Arion banka og Advania Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og kona hans Karen Pence, eru á leið í Höfða í Borgartúni þar sem hann mun funda með utanríkisráðherra í dag. 4. september 2019 13:37
Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09