Ekkert nýtt að forsetinn beri regnbogaarmband Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2019 11:30 Á myndinni sést regnbogaarmband Elizu vel en Guðni ber Kraftsarmbandið og regnbogaarmbandið á hægri hendi. hari Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur borið regnbogaarmband hinsegin fólks allt frá því að hann fékk slíkt armband að gjöf skömmu eftir embættistöku árið 2016. Þetta kemur fram í svari embættis forseta Íslands við fyrirspurn Vísis. Það vakti athygli þegar Guðni og Eliza Reid, forsetafrú, hittu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, og Karen Pence, eiginkonu hans, í Höfða í gær að þau skyldu bera regnbogaarmband. Sérstaklega var tekið eftir armböndunum vegna þess að Pence hefur verið gagnrýndur fyrir að leggja stein í götu réttindabaráttu hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Hann greiddi til dæmis atkvæði gegn því á Bandaríkjaþingi árið 2007 að sett yrðu lög sem bönnuðu mismunun gagnvart hinsegin fólki á vinnustöðum. Þá hefur Pence sagt að það vera hinsegin sé val og að það að hindra hjónabönd samkynhneigðra sé ekki mismunun heldur sé með því verið að framfylgja hugmynd guðs. Vísi lék forvitni á að vita hvort að forseti Íslands hefði sett regnbogaarmbandið upp sérstaklega í tilefni fundarins með Pence í gær til að sýna samstöðu með hinsegin fólki. Í svari frá forsetaembættinu segir að skömmu eftir embættistöku hafi Guðna verið gefið regnbogaarmband. Síðan þá hefur hann borið þannig armband sem og armband frá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Forseti Íslands gaf að öðru leyti ekki kost á viðtali um fund sinn með varaforseta Bandaríkjanna. Forseti Íslands Heimsókn Mike Pence Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur borið regnbogaarmband hinsegin fólks allt frá því að hann fékk slíkt armband að gjöf skömmu eftir embættistöku árið 2016. Þetta kemur fram í svari embættis forseta Íslands við fyrirspurn Vísis. Það vakti athygli þegar Guðni og Eliza Reid, forsetafrú, hittu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, og Karen Pence, eiginkonu hans, í Höfða í gær að þau skyldu bera regnbogaarmband. Sérstaklega var tekið eftir armböndunum vegna þess að Pence hefur verið gagnrýndur fyrir að leggja stein í götu réttindabaráttu hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Hann greiddi til dæmis atkvæði gegn því á Bandaríkjaþingi árið 2007 að sett yrðu lög sem bönnuðu mismunun gagnvart hinsegin fólki á vinnustöðum. Þá hefur Pence sagt að það vera hinsegin sé val og að það að hindra hjónabönd samkynhneigðra sé ekki mismunun heldur sé með því verið að framfylgja hugmynd guðs. Vísi lék forvitni á að vita hvort að forseti Íslands hefði sett regnbogaarmbandið upp sérstaklega í tilefni fundarins með Pence í gær til að sýna samstöðu með hinsegin fólki. Í svari frá forsetaembættinu segir að skömmu eftir embættistöku hafi Guðna verið gefið regnbogaarmband. Síðan þá hefur hann borið þannig armband sem og armband frá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Forseti Íslands gaf að öðru leyti ekki kost á viðtali um fund sinn með varaforseta Bandaríkjanna.
Forseti Íslands Heimsókn Mike Pence Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00
Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45
Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09