Geðheilsa er líka heilsa Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. september 2019 07:15 Hugmyndafræðin gengur út á að opna möguleikann á að ná bata, eflast og starfa sem fullgildir samfélagsþegnar. Fréttablaðið/Valli „Við ætlum að gera okkur glaðan dag, í tilefni tvítugsafmælisins, njóta veitinga og skemmta okkur á Hard Rock,“ segir Benedikt Gestsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Klúbbsins Geysis. Hann telur fulla ástæðu til að fagna tímamótunum og því sem áunnist hefur í málefnum geðsjúkra síðustu tvo áratugina. „Þegar frumkvöðlar að stofnun Klúbbsins Geysis stigu sín fyrstu skref í þá átt að færa umræðuna um geðheilbrigðismál af stofnunum út í samfélagið var opnuð skúffa sem hafði verið haldið kyrfilega lokaðri,“ útskýrir hann. Benedikt segir það strax hafa verið forgangsmál að bjóða fólki með geðsjúkdóma upp á endurhæfingu og leitað hafi verið út fyrir landsteinana að fyrirmyndum. Þær hafi fundist í Bandaríkjunum í endurhæfingarúrræði, kenndu við Fountain House sem var líka komið með fótfestu í Svíþjóð á þeim tíma. „Hugmyndafræðin gengur út á að opna möguleika fólks á að ná bata, eflast og starfa sem fullgildir samfélagsþegnar, þrátt fyrir geðsjúkdóma, en vera ekki viðfangsefni stofnana og þolendur þöggunar af ýmsu tagi. Smátt og smátt varð hugarfarsbreyting og umræðan opnaði von í brjósti þeirra sem glímt höfðu við geðsjúkdóma. Allt í einu höfðu þeir eitthvað um meðferð sína að segja.“ Klúbburinn Geysir er í raun vinnustaður sem leggur áherslu á að virkja félagana og gefa þeim færi á að sýna sínar sterkustu hliðar og efla sjálfstraustið, að sögn Benedikts. „Það er gert með því að fela fólki hin ýmsu verkefni alla daga sem miðast öll við rekstur klúbbsins sjálfs. Félagar og starfsfólk skipta með sér verkum og ákveða í sameiningu hvaða störf þarf að inna af hendi þann daginn,“ lýsir hann og segir um að ræða matseld, skrifstofuvinnu, þrif og viðhald. Auk þess sé félagsleg dagskrá í boði alla fimmtudaga eftir klukkan 16 og einn laugardag í mánuði. „Þó að dagar Klúbbsins Geysis hafi ekki alltaf verið eintómur dans á rósum í þessi tuttugu ár hefur hann sannað gildi sitt og hlutverk í réttindabaráttu og auknum lífsgæðum fólks með geðraskanir,“ segir Benedikt. „Það kristallast í þeim fjölda sem hefur átt samleið með klúbbnum um lengri eða skemmri tíma.“ Hann tekur líka fram að klúbburinn hafi notið velvildar þeirra sem halda um opinbera stefnumótun hverju sinni. „Hugmyndunum sem frumkvöðlar Klúbbsins Geysis kynntu á sinni tíð fyrir yfirvöldum var vel tekið,“ segir hann. „Þær hafa verið hluti af fjölbreyttri sókn sem farið var í til að opna fyrir skilning á því að geðheilsa er líka heilsa og hluti af sjálfsmynd hvers og eins.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
„Við ætlum að gera okkur glaðan dag, í tilefni tvítugsafmælisins, njóta veitinga og skemmta okkur á Hard Rock,“ segir Benedikt Gestsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Klúbbsins Geysis. Hann telur fulla ástæðu til að fagna tímamótunum og því sem áunnist hefur í málefnum geðsjúkra síðustu tvo áratugina. „Þegar frumkvöðlar að stofnun Klúbbsins Geysis stigu sín fyrstu skref í þá átt að færa umræðuna um geðheilbrigðismál af stofnunum út í samfélagið var opnuð skúffa sem hafði verið haldið kyrfilega lokaðri,“ útskýrir hann. Benedikt segir það strax hafa verið forgangsmál að bjóða fólki með geðsjúkdóma upp á endurhæfingu og leitað hafi verið út fyrir landsteinana að fyrirmyndum. Þær hafi fundist í Bandaríkjunum í endurhæfingarúrræði, kenndu við Fountain House sem var líka komið með fótfestu í Svíþjóð á þeim tíma. „Hugmyndafræðin gengur út á að opna möguleika fólks á að ná bata, eflast og starfa sem fullgildir samfélagsþegnar, þrátt fyrir geðsjúkdóma, en vera ekki viðfangsefni stofnana og þolendur þöggunar af ýmsu tagi. Smátt og smátt varð hugarfarsbreyting og umræðan opnaði von í brjósti þeirra sem glímt höfðu við geðsjúkdóma. Allt í einu höfðu þeir eitthvað um meðferð sína að segja.“ Klúbburinn Geysir er í raun vinnustaður sem leggur áherslu á að virkja félagana og gefa þeim færi á að sýna sínar sterkustu hliðar og efla sjálfstraustið, að sögn Benedikts. „Það er gert með því að fela fólki hin ýmsu verkefni alla daga sem miðast öll við rekstur klúbbsins sjálfs. Félagar og starfsfólk skipta með sér verkum og ákveða í sameiningu hvaða störf þarf að inna af hendi þann daginn,“ lýsir hann og segir um að ræða matseld, skrifstofuvinnu, þrif og viðhald. Auk þess sé félagsleg dagskrá í boði alla fimmtudaga eftir klukkan 16 og einn laugardag í mánuði. „Þó að dagar Klúbbsins Geysis hafi ekki alltaf verið eintómur dans á rósum í þessi tuttugu ár hefur hann sannað gildi sitt og hlutverk í réttindabaráttu og auknum lífsgæðum fólks með geðraskanir,“ segir Benedikt. „Það kristallast í þeim fjölda sem hefur átt samleið með klúbbnum um lengri eða skemmri tíma.“ Hann tekur líka fram að klúbburinn hafi notið velvildar þeirra sem halda um opinbera stefnumótun hverju sinni. „Hugmyndunum sem frumkvöðlar Klúbbsins Geysis kynntu á sinni tíð fyrir yfirvöldum var vel tekið,“ segir hann. „Þær hafa verið hluti af fjölbreyttri sókn sem farið var í til að opna fyrir skilning á því að geðheilsa er líka heilsa og hluti af sjálfsmynd hvers og eins.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira