Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Nýtt flugfélag undir merkjum WOW air hefur daglegt flug á milli Íslands og Washington í næsta mánuði og sala á miðum hefst að öllum líkindum í næstu viku. Félagið verður rekið á bandarísku flugrekstrarleyfi um sinn en til stendur að sækja einnig um íslenskt leyfi. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir og rætt við Michelle Ballarin, stofnandi félagsins.

Skattar á lægstu laun verða lækkaðir um hátt í sex prósent á næstu tveimur árum í nýju skattþrepi. Persónuafsláttur verður þó lækkaður og skattar á millitekjufólk hækka. Þetta er meðal þess sem boðað er í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem fjármálaráðherra kynnti í morgun.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embætti dómsmálaráðherra í dag. Í fréttatímanum fylgjumst við með ríkisráðsfundi á Bessastöðum og lyklaskiptum í dómsmálaráðuneytinu og rætt verður við forystufólk ríkisstjórnarinnar og nýjan dómsmálaráðherra sem kveðst ætla að gera sitt allra besta í nýju embætti.

Í fréttatímanum segjum við einnig frá því að Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi í dag að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×