Innlent

Reyna að bjarga grindhvölum sem syntu upp í fjöru á Langanesi

Kjartan Kjartansson skrifar
Grindhvalirnir við ströndina á Langanesi í dag.
Grindhvalirnir við ströndina á Langanesi í dag. Steinar Snorrason
Um sextíu grindhvalir syntu upp í fjöru og strönduðu í landi Sauðaness á Langanesi í dag. Smalafólk gekk fram á hvalina og lét lögreglu vita. Steinar Snorrason, varðstjóri hjá lögreglunni á Þórshöfn, áætlar að um 15-20 dýr hafi verið dauð þegar menn komu á staðinn en reynt verði að bjarga þeim sem enn eru lifandi.

Tilkynning um hvalina barst um klukkan 16:00 í dag, að sögn Steinars. Þá var háflóð en nú er byrjað að fjara undan hvölunum. Björgunarsveitarfólk og sjálfboðaliðar ætli að reyna hvað þeir geta að halda hvölunum lifandi þar til á flóði á milli klukkan fjögur og fimm í nótt.

Ítrekað hefur gerst í sumar að grindhvalir syndi upp í fjöru og strandi, þar á meðal í Löngufjörum og nærri Garði.

Steinar Snorrason
Steinar SnorrasonFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.