Bíó og sjónvarp

Á­hersla lögð á inn­­lenda þátta­gerð á Stöð 2 í vetur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Dagskrá Stöðvar 2 fyrir komandi vetur var kynnt í dag.
Dagskrá Stöðvar 2 fyrir komandi vetur var kynnt í dag. vísir/darníel þór

Í gær fór fram haustkynning Stöðvar 2 þar sem dagskrá stöðvarinnar í vetur var kynnt. Fjöldi þátta verður á dagskrá í vetur og mun Stöð 2 leggja mikla áherslu á íslenska þáttagerð. Þar að auki verða margar vinsælustu erlendu þáttaseríur heims á dagskrá Stöðvar 2 í vetur.

Góðir landsmenn, nýjasta sjónvarpssería Steinda Jr., verður sýnd á Stöð 2 í vetur. Þar mun Steindi fara út fyrir þægindarammann og ræða við venjulega Íslendinga um daglegt líf. Leitin að upprunanum með Sigrúnu Ósk snýr aftur í vetur og Fannar Sveinsson mun stýra þættinum Framkoma á stöðinni.

Þá mun Ísskápastríð snúa aftur í fjórða sinn og Gulli byggir leggur ekki hamarinn á hilluna þennan veturinn. Sindri Sindrason mun halda áfram heimsóknum sínum og margt fleira verður í boði.

Fjöldi góðra gesta sótti kynninguna líkt og sjá má á myndunum hér að neðan.

Auðunn Blöndal og Ríkharður Óskar Guðnason. Vísir/daníel þór
Fjöldi góðra gesta sótti kynninguna. Vísir/daníel þór
vísir/daníel þór
Eva Laufey og Gummi Ben munu keppa á móti hvoru öðru í Ísskápastríðum í vetur. vísir/daníel þór
vísir/daníel þór
vísir/daníel þór
vísir/daníel þór

Hægt er að skoða fleiri myndir úr veislunni með því að fletta myndasafninu hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Haustkynning Stöðvar 2

Í dag fer fram haustkynning Stöðvar 2 á dagskrá stöðvarinnar í vetur. Kynningin verður í beinni útsendingu á Vísi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.