Utanríkisráðuneytið greiddi KOM mest Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. september 2019 10:33 Starfsmenn utanríkisráðuneytisins við Rauðárstíg hafa aðgang að um 70 tíma- og vefritum. Vísir/VG Utanríkisráðuneytið greiddi rúmlega 7,5 milljónir króna á síðasta ári í hvers kyns áskriftir að dagblöðum, tímaritum og miðlum. Hæsta greiðslan var til almannatengslaskrifstofunnar KOM vegna fréttarits þess, Iceland News Brief, eða 1,6 milljónir króna. Þetta er meðal þess kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar. Þar má sjá að áskriftir ráðuneytisins voru alls 70 talsins og eru þær jafnt að alþjóðlegum stórtímaritum; á borð við Washington Post, Le Monde, Der Spiegel og Fiskeribladet, sem og vefritum og orðabókavefjum á borð við Snöru. Í útskýringu ráðuneytisins segir að oft er um nokkrar áskriftir að ræða, eins og í tilfelli Snöru þar sem þær eru 55 talsins.Friðjón Friðjónsson er framkvæmdastjóri og eigandi KOM.Í mörgum tilvikum sé einnig um að ræða rafrænan aðgang að miðlum og áskriftir „sem veita fjölmörgum aðilum, t.d. ræðisskrifstofum vegna landkynningarmála og öllum starfsmönnum utanríkisþjónustunnar vegna aðgengis að gögnum, upplýsingum og greiningum.“ Ætla má að ráðuneytið sé þar m.a. að vísa til fyrrnefnds fréttabréfs KOM, sem sagt er ætlað þeim sem sem starfa í alþjóðlegu umhverfi og vilja fylgjast með gangi mála á Íslandi. Fréttabréfið er gefið út tvisvar í viku og inniheldur stutta samantekt frétta af íslenskum stjórnmálum og efnahagslífi. Ráðuneytið er með eina áskrift að fréttabréfinu og hefur greitt fyrir hana 1,6 milljónir á ári sem fyrr segir. „Áskrifendur eru stjórnendur erlendra fyrirtækja með starfsemi á Íslandi, íslensk sendiráð erlendis, sendiráð erlendra ríkja í stjórnmálasambandi við Ísland auk ræðismanna Íslands um allan heim og stjórnenda erlendra fjármálafyrirtækja,“ segir í útskýringu almannatengslastofunnar og bætt við að fréttabréfið er sent til áskrifenda á rafrænu formi. Samkvæmt upplýsingum frá KOM fá um 200 starfsmenn utanríkisþjónustunnar fréttabréfið sent til sín með tölvupósti tvisvar í viku. Árleg áskrift að fréttabréfinu kostar 100 þúsund krónur og því ættu 200 móttakendur að greiða um 20 milljónir fyrir áskriftina. Ráðuneytið fær því „vænan afslátt“ að sögn KOM. Fyrirspurn Björns Levís og svar ráðuneytisins má nálgast hér.Fréttin var uppfærð kl. 11:45 eftir að nánari upplýsingar bárust frá KOM. Fjölmiðlar Stjórnsýsla Utanríkismál Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Goddur er látinn Innlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Utanríkisráðuneytið greiddi rúmlega 7,5 milljónir króna á síðasta ári í hvers kyns áskriftir að dagblöðum, tímaritum og miðlum. Hæsta greiðslan var til almannatengslaskrifstofunnar KOM vegna fréttarits þess, Iceland News Brief, eða 1,6 milljónir króna. Þetta er meðal þess kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar. Þar má sjá að áskriftir ráðuneytisins voru alls 70 talsins og eru þær jafnt að alþjóðlegum stórtímaritum; á borð við Washington Post, Le Monde, Der Spiegel og Fiskeribladet, sem og vefritum og orðabókavefjum á borð við Snöru. Í útskýringu ráðuneytisins segir að oft er um nokkrar áskriftir að ræða, eins og í tilfelli Snöru þar sem þær eru 55 talsins.Friðjón Friðjónsson er framkvæmdastjóri og eigandi KOM.Í mörgum tilvikum sé einnig um að ræða rafrænan aðgang að miðlum og áskriftir „sem veita fjölmörgum aðilum, t.d. ræðisskrifstofum vegna landkynningarmála og öllum starfsmönnum utanríkisþjónustunnar vegna aðgengis að gögnum, upplýsingum og greiningum.“ Ætla má að ráðuneytið sé þar m.a. að vísa til fyrrnefnds fréttabréfs KOM, sem sagt er ætlað þeim sem sem starfa í alþjóðlegu umhverfi og vilja fylgjast með gangi mála á Íslandi. Fréttabréfið er gefið út tvisvar í viku og inniheldur stutta samantekt frétta af íslenskum stjórnmálum og efnahagslífi. Ráðuneytið er með eina áskrift að fréttabréfinu og hefur greitt fyrir hana 1,6 milljónir á ári sem fyrr segir. „Áskrifendur eru stjórnendur erlendra fyrirtækja með starfsemi á Íslandi, íslensk sendiráð erlendis, sendiráð erlendra ríkja í stjórnmálasambandi við Ísland auk ræðismanna Íslands um allan heim og stjórnenda erlendra fjármálafyrirtækja,“ segir í útskýringu almannatengslastofunnar og bætt við að fréttabréfið er sent til áskrifenda á rafrænu formi. Samkvæmt upplýsingum frá KOM fá um 200 starfsmenn utanríkisþjónustunnar fréttabréfið sent til sín með tölvupósti tvisvar í viku. Árleg áskrift að fréttabréfinu kostar 100 þúsund krónur og því ættu 200 móttakendur að greiða um 20 milljónir fyrir áskriftina. Ráðuneytið fær því „vænan afslátt“ að sögn KOM. Fyrirspurn Björns Levís og svar ráðuneytisins má nálgast hér.Fréttin var uppfærð kl. 11:45 eftir að nánari upplýsingar bárust frá KOM.
Fjölmiðlar Stjórnsýsla Utanríkismál Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Goddur er látinn Innlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent