Netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum frá íslenskum fyrirtækjum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. september 2019 19:30 Skipulagðir erlendir netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum á síðustu tveimur árum. Í einu tilfelli náðu þeir að svíkja um 700 milljónir króna af einu og sama fyrirtækinu. Fyrir nokkrum vikum uppgötvuðu starfsmenn HS Orku að brotist hefði verið inn í tölvukerfi félagsins og þannig sviknir út umtalsverðir fjármunir. Í Fréttablaðinu í dag var greint frá málinu og sagt frá því að þjófarnir hefðu náð að stela hátt í fjögur hundruð milljónum króna frá fyrirtækinu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, segist ekki geta upplýst um það í smáatriðum hvernig þjófarnir athöfnuðu sig. ,,Það var brotist í inn í tölvupóstsamskipti. Þannig byrjaði málið,“ segir Ásgeir aðspurður um þjófnaðinn. Hann segir að svo virðist sem að þjófnaðurinn hafi verið þaulskipulagður. Héraðssaksóknari rannsakar nú málið ásamt lögregluyfirvöldum í öðru landi sem tengist málinu. Ekkert fæst þó uppgefið um það til hvaða lands eða landa málið teygir sig. Á næstum hverjum degi fær Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningar um að reynt sé að svíkja peninga af fyrirtækjum hér á landi í gengum netið. Brotunum hefur fjölgað það hratt undanfarin ár stofnuð var sérstök netbrotadeild hjá lögreglunni í febrúar á þessu ári til að bregðast við. Í þeim tilfellum þar sem tekist hefur að stela peningum af fyrirtækjum í gengum netið hlaupa upphæðirnar frá allt að nokkur hundruð þúsund krónum til mörg hundruð milljóna króna. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem starfar hjá netbrotadeild lögreglunnar segir að það mesta sem hann veit um að tekist hafi að stela af einu fyrirtæki hér á landi, á þessu ári, sé um 700 milljónir króna. Hann segir að í hverjum mánuði komi alltaf nokkrar tilkynningar um þjófnaði sem hafi heppnast. Á síðustu tveimur árum hafi netglæpamönnum tekist að stela að minnsta kosti hátt í tveimur milljörðum króna frá íslenskum fyrirtækjum. ,,Það sem við höfum verið að sjá að þetta hleypur á einhverjum milljörðum. Það er að segja að við erum að tala um einhver tvö, þrjú mál og það er kominn kannski einn og hálfur milljarður þar. Þannig að við getum bara reiknað en það eru töluvert fleiri mál í gangi,“ segir Daði. Daði segir að þjófarnir fari fleiri en eina leið. ,,Það hefur verið komist inn í aðganga. Við höfum líka bara séð þar sem það er blekkt. Það er að segja að það er eitthvað netfang sem er að senda en látið líta út fyrir að vera annað netfang. Þá er það kannski netfang yfirmannsins,“ segir Daði. Hann bendir á að ein af þeim leiðum sem fyrirtæki geta farið, til að sporna við að þjófunum takist ætlunarverk sitt, sé að tryggja að minnsta kosti tveir starfsmenn samþykki háar millifærslur. ,,Það er númer eitt, tvö og þrjú að ef að það kemur grunur upp um þetta að það er að bregðast strax við. Tilkynna til lögreglu, tilkynna til bankans og reyna að koma einhverri vinnslu af stað til að reyna að stöðva færsluna,“ segir Daði. Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15 Þaulskipulagður þjófnaður og full ástæða til að hafa varann á Erlendum tölvuþrjótum tókst nýverið að svíkja tæplega fjögur hundruð milljónir króna út úr HS Orku. Forstjóri fyrirtækisins segir að um þaulskipulagaðan glæp hafi verið að ræða. 9. september 2019 13:10 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Skipulagðir erlendir netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum á síðustu tveimur árum. Í einu tilfelli náðu þeir að svíkja um 700 milljónir króna af einu og sama fyrirtækinu. Fyrir nokkrum vikum uppgötvuðu starfsmenn HS Orku að brotist hefði verið inn í tölvukerfi félagsins og þannig sviknir út umtalsverðir fjármunir. Í Fréttablaðinu í dag var greint frá málinu og sagt frá því að þjófarnir hefðu náð að stela hátt í fjögur hundruð milljónum króna frá fyrirtækinu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, segist ekki geta upplýst um það í smáatriðum hvernig þjófarnir athöfnuðu sig. ,,Það var brotist í inn í tölvupóstsamskipti. Þannig byrjaði málið,“ segir Ásgeir aðspurður um þjófnaðinn. Hann segir að svo virðist sem að þjófnaðurinn hafi verið þaulskipulagður. Héraðssaksóknari rannsakar nú málið ásamt lögregluyfirvöldum í öðru landi sem tengist málinu. Ekkert fæst þó uppgefið um það til hvaða lands eða landa málið teygir sig. Á næstum hverjum degi fær Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningar um að reynt sé að svíkja peninga af fyrirtækjum hér á landi í gengum netið. Brotunum hefur fjölgað það hratt undanfarin ár stofnuð var sérstök netbrotadeild hjá lögreglunni í febrúar á þessu ári til að bregðast við. Í þeim tilfellum þar sem tekist hefur að stela peningum af fyrirtækjum í gengum netið hlaupa upphæðirnar frá allt að nokkur hundruð þúsund krónum til mörg hundruð milljóna króna. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem starfar hjá netbrotadeild lögreglunnar segir að það mesta sem hann veit um að tekist hafi að stela af einu fyrirtæki hér á landi, á þessu ári, sé um 700 milljónir króna. Hann segir að í hverjum mánuði komi alltaf nokkrar tilkynningar um þjófnaði sem hafi heppnast. Á síðustu tveimur árum hafi netglæpamönnum tekist að stela að minnsta kosti hátt í tveimur milljörðum króna frá íslenskum fyrirtækjum. ,,Það sem við höfum verið að sjá að þetta hleypur á einhverjum milljörðum. Það er að segja að við erum að tala um einhver tvö, þrjú mál og það er kominn kannski einn og hálfur milljarður þar. Þannig að við getum bara reiknað en það eru töluvert fleiri mál í gangi,“ segir Daði. Daði segir að þjófarnir fari fleiri en eina leið. ,,Það hefur verið komist inn í aðganga. Við höfum líka bara séð þar sem það er blekkt. Það er að segja að það er eitthvað netfang sem er að senda en látið líta út fyrir að vera annað netfang. Þá er það kannski netfang yfirmannsins,“ segir Daði. Hann bendir á að ein af þeim leiðum sem fyrirtæki geta farið, til að sporna við að þjófunum takist ætlunarverk sitt, sé að tryggja að minnsta kosti tveir starfsmenn samþykki háar millifærslur. ,,Það er númer eitt, tvö og þrjú að ef að það kemur grunur upp um þetta að það er að bregðast strax við. Tilkynna til lögreglu, tilkynna til bankans og reyna að koma einhverri vinnslu af stað til að reyna að stöðva færsluna,“ segir Daði.
Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15 Þaulskipulagður þjófnaður og full ástæða til að hafa varann á Erlendum tölvuþrjótum tókst nýverið að svíkja tæplega fjögur hundruð milljónir króna út úr HS Orku. Forstjóri fyrirtækisins segir að um þaulskipulagaðan glæp hafi verið að ræða. 9. september 2019 13:10 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15
Þaulskipulagður þjófnaður og full ástæða til að hafa varann á Erlendum tölvuþrjótum tókst nýverið að svíkja tæplega fjögur hundruð milljónir króna út úr HS Orku. Forstjóri fyrirtækisins segir að um þaulskipulagaðan glæp hafi verið að ræða. 9. september 2019 13:10