Hættir í sveitarstjórn og ætlar í skaðabótamál við bæinn Sveinn Arnarsson skrifar 30. ágúst 2019 07:30 Örlygur hefur rekið Hotel Cape á Húsavík ásamt fjölskyldu sinni í mörg ár. Norcidphotos/Getty Örlygur Hnefill Örlygsson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Norðurþings, er hættur í sveitarstjórn sveitarfélagsins og hefur beðist lausnar frá setu í öllum þeim ráðum og nefndum á vegum Norðurþings sem hann situr í. Örlygur Hnefill undirbýr skaðabótamál á hendur sveitarfélaginu vegna framkvæmda sumarið 2018 sem gerðu honum erfitt fyrir við rekstur fyrirtækis hans. Eftir sumarið í fyrra fór Örlygur Hnefill í leyfi vegna óviðeigandi samskipta við framkvæmdaaðila á vegum sveitarfélagsins vegna framkvæmda í götunni sem gistiheimili hans stendur við. Örlygur Hnefill hefur ásamt fjölskyldu sinni rekið Hótel Cape á Húsavík í mörg ár.Örlygur Hnefill Örlygsson forseti sveitarstjórnar Norðurþings„Við uppbyggingu sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða þurfti að fara í framkvæmdir í götunni þar sem ég rek gistiheimili. Framkvæmdir sem áttu að taka tiltölulega stuttan tíma tóku hins vegar fimm mánuði þar sem allt var sundurgrafið fyrir framan gistiheimilið. Ég hef síðan þá þurft að berjast við það að halda fyrirtækinu gangandi og þessir drættir á lokum framkvæmda höfðu mikil áhrif á reksturinn,“ segir Örlygur Hnefill, sem setið hefur í sveitarstjórn Norðurþings frá árinu 2014. „Ég kveð starf sveitarstjórnarfulltrúa með söknuði því þetta hefur verið afar skemmtilegur tími þar sem ég hef unnið með frábæru fólki að góðum verkefnum fyrir Norðurþing,“ bætir Örlygur Hnefill við en segist ekki hafa hugsað um það lengi hvort hann þyrfti að segja af sér sem sveitarstjórnarmaður. Miklar deilur spunnust í tengslum við framkvæmdirnar á sínum tíma og urðu að nokkru hitamáli. „Það hvarflaði ekki að mér að fara í leyfi eða eitthvað slíkt. Þegar ljóst var að við myndum fara í skaðabótamál þá er þetta hreinlegast, það er að segja af sér alfarið,“ segir hann. Ásamt því að reka gistiheimili og sitja í sveitarstjórn Norðurþings hefur Örlygur Hnefill unnið ötullega að uppsetningu á Könnunarsögusafninu. Það safn er aðallega helgað geimferðum og æfingu bandarískra geimfara sem komu til Íslands á 7. áratugnum vegna tunglferða NASA. Birtist í Fréttablaðinu Norðurþing Tengdar fréttir Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30 Foreldrar krefjast þess að óbólusett börn fái ekki leikskólapláss Fjölskylduráði Norðurþings barst listi með 80 undirskriftum á dögunum þar sem farið var fram á að börn sem ekki hafa hafið bólusetningaferli séu ekki tekin inn á leikskóla sveitafélagsins. 10. maí 2019 07:45 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Örlygur Hnefill Örlygsson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Norðurþings, er hættur í sveitarstjórn sveitarfélagsins og hefur beðist lausnar frá setu í öllum þeim ráðum og nefndum á vegum Norðurþings sem hann situr í. Örlygur Hnefill undirbýr skaðabótamál á hendur sveitarfélaginu vegna framkvæmda sumarið 2018 sem gerðu honum erfitt fyrir við rekstur fyrirtækis hans. Eftir sumarið í fyrra fór Örlygur Hnefill í leyfi vegna óviðeigandi samskipta við framkvæmdaaðila á vegum sveitarfélagsins vegna framkvæmda í götunni sem gistiheimili hans stendur við. Örlygur Hnefill hefur ásamt fjölskyldu sinni rekið Hótel Cape á Húsavík í mörg ár.Örlygur Hnefill Örlygsson forseti sveitarstjórnar Norðurþings„Við uppbyggingu sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða þurfti að fara í framkvæmdir í götunni þar sem ég rek gistiheimili. Framkvæmdir sem áttu að taka tiltölulega stuttan tíma tóku hins vegar fimm mánuði þar sem allt var sundurgrafið fyrir framan gistiheimilið. Ég hef síðan þá þurft að berjast við það að halda fyrirtækinu gangandi og þessir drættir á lokum framkvæmda höfðu mikil áhrif á reksturinn,“ segir Örlygur Hnefill, sem setið hefur í sveitarstjórn Norðurþings frá árinu 2014. „Ég kveð starf sveitarstjórnarfulltrúa með söknuði því þetta hefur verið afar skemmtilegur tími þar sem ég hef unnið með frábæru fólki að góðum verkefnum fyrir Norðurþing,“ bætir Örlygur Hnefill við en segist ekki hafa hugsað um það lengi hvort hann þyrfti að segja af sér sem sveitarstjórnarmaður. Miklar deilur spunnust í tengslum við framkvæmdirnar á sínum tíma og urðu að nokkru hitamáli. „Það hvarflaði ekki að mér að fara í leyfi eða eitthvað slíkt. Þegar ljóst var að við myndum fara í skaðabótamál þá er þetta hreinlegast, það er að segja af sér alfarið,“ segir hann. Ásamt því að reka gistiheimili og sitja í sveitarstjórn Norðurþings hefur Örlygur Hnefill unnið ötullega að uppsetningu á Könnunarsögusafninu. Það safn er aðallega helgað geimferðum og æfingu bandarískra geimfara sem komu til Íslands á 7. áratugnum vegna tunglferða NASA.
Birtist í Fréttablaðinu Norðurþing Tengdar fréttir Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30 Foreldrar krefjast þess að óbólusett börn fái ekki leikskólapláss Fjölskylduráði Norðurþings barst listi með 80 undirskriftum á dögunum þar sem farið var fram á að börn sem ekki hafa hafið bólusetningaferli séu ekki tekin inn á leikskóla sveitafélagsins. 10. maí 2019 07:45 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30
Foreldrar krefjast þess að óbólusett börn fái ekki leikskólapláss Fjölskylduráði Norðurþings barst listi með 80 undirskriftum á dögunum þar sem farið var fram á að börn sem ekki hafa hafið bólusetningaferli séu ekki tekin inn á leikskóla sveitafélagsins. 10. maí 2019 07:45