Fann fyrir kulnun, seldi allar sínar eigur og fór í heimsreisu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 15:41 Guðrún ákvað að fara í heimsreisu þegar hún var farin að finna fyrir kulnun í starfi. Vísir Fyrrverandi kennarinn og skólastjórinn Guðrún Pétursdóttir var komin að kulnun í starfi þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur. Hún seldi allar sínar eigur og fór alein í heimsreisu þar sem hún meðal annars komst að því að það er betra að eiga lítið sem ekkert. Í heimsreisunni naut hún lífsins og endurstillti sig til að komast út úr mesta stressinu. „Ég ákvað að það væri eiginlega bara núna eða ekki af því að ég var bara búin að vinna allt of mikið og það voru búin að vera mörg áföll að ganga yfir í fjölskyldunni. Þetta var búið að blunda í mér í mjög mörg ár að gera þetta og [hafði] einhvern vegin alltaf miklað þetta fyrir mér en svo ákvað ég bara meðan ég er frísk og ég get þetta þá ætla ég bara að gera þetta,“ segir Guðrún. „Ég er ekkert komin á eftirlaun eða neitt þannig en ég var búin að safna mér pening, seldi dótið mitt. Það eina sem ég á er ein lítil íbúð hérna í Reykjavík sem er öryggisventillinn minn.“ Guðrún seldi allt sitt dót, húsgögn föt og fleira og segir hún að öll hennar föt komist í tvær ferðatöskur. Hún tók með sér einn bakpoka í ferðalagið sem hún segir alveg meira en nóg í svona ferðalagi. „Ef maður setur sig niður og fer að hugsa „hvað þarf ég að hafa?“ þarf maður rosalega lítið. Ég lagði af stað frá Noregi með sjö kíló og mér fannst það alveg ótrúlegt, að það væri hægt. Ég hef alltaf verið svona manneskja sem er með stóra ferðatösku og alveg með ógeðslega mikið af dóti. Það er bara svo gott að gera þetta því þá þarf maður að hugsa „hvað þarf ég í alvöru að hafa með mér?““ segir Guðrún.Ýmsar myndir úr safni Guðrúnar.„Ef þig langar að fara þá verðurðu bara að fara.“ Guðrún ákvað að byrja á að fara til Asíu en hún fór meðal annars til Víetnam og Balí. Þar á eftir ferðaðist hún um Evrópu. Hún segist hafa fengið staðfestingu á því á eyju rétt við Balí hve lítið maður þyrfti til að vera hamingjusamur. Hún fór til Gili eyja en þar var nýyfirstaðinn jarðskjálfti og nánast engir ferðamenn vegna skjálftanna.Guðrún ferðaðist um Asíu og Evrópu með aðeins einn bakpoka.stöð 2„Ég gerði svolítið í því að labba á milli og var að tala við fólkið sem sat úti á götu og var búið að missa allt og það sagði bara „það skiptir engu máli, við höfum hvort annað. Á meðan við höfum hvort annað þá er það bara nóg.“ Þarna upplifði ég svo sterkt staðfestinguna á því að maður þarf ekki að eiga neitt, maður þarf ekki að vera alltaf að kaupa hluti til þess að vera hamingjusamur,“ segir Guðrún. „Ég lærði það alveg hressilega, það er ekki hamingjan - hlutir.“ Guðrún leggur mikla áherslu á það að fólk þurfi að átta sig á því að ekki eigi að fresta endalaust þeim hlutum sem það langar til að upplifa og njóta. Guðrún hefur verið að halda námskeið í markmiðasetningu og því hvernig maður getur náð markmiðum sínum og látið drauma sína rætast. „Það er svo mikilvægt að kýla bara á og gera bara hlutina. Það var það sem ég hugsaði þegar ég lagði af stað vegna þess að ég var búin að horfa á fólkið mitt fara allt of snemma. Ég var búin að heyra í fólki sem var að segjast ætla að gera hlutina einhvern tíman. Ætla að gera þá eftir eitt ár, tvö ár, þegar það er komið á eftirlaun,“ segir Guðrún. „Ef þig langar að fara þá verðurðu bara að fara.“ Ferðalög Heilbrigðismál Ísland í dag Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Fyrrverandi kennarinn og skólastjórinn Guðrún Pétursdóttir var komin að kulnun í starfi þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur. Hún seldi allar sínar eigur og fór alein í heimsreisu þar sem hún meðal annars komst að því að það er betra að eiga lítið sem ekkert. Í heimsreisunni naut hún lífsins og endurstillti sig til að komast út úr mesta stressinu. „Ég ákvað að það væri eiginlega bara núna eða ekki af því að ég var bara búin að vinna allt of mikið og það voru búin að vera mörg áföll að ganga yfir í fjölskyldunni. Þetta var búið að blunda í mér í mjög mörg ár að gera þetta og [hafði] einhvern vegin alltaf miklað þetta fyrir mér en svo ákvað ég bara meðan ég er frísk og ég get þetta þá ætla ég bara að gera þetta,“ segir Guðrún. „Ég er ekkert komin á eftirlaun eða neitt þannig en ég var búin að safna mér pening, seldi dótið mitt. Það eina sem ég á er ein lítil íbúð hérna í Reykjavík sem er öryggisventillinn minn.“ Guðrún seldi allt sitt dót, húsgögn föt og fleira og segir hún að öll hennar föt komist í tvær ferðatöskur. Hún tók með sér einn bakpoka í ferðalagið sem hún segir alveg meira en nóg í svona ferðalagi. „Ef maður setur sig niður og fer að hugsa „hvað þarf ég að hafa?“ þarf maður rosalega lítið. Ég lagði af stað frá Noregi með sjö kíló og mér fannst það alveg ótrúlegt, að það væri hægt. Ég hef alltaf verið svona manneskja sem er með stóra ferðatösku og alveg með ógeðslega mikið af dóti. Það er bara svo gott að gera þetta því þá þarf maður að hugsa „hvað þarf ég í alvöru að hafa með mér?““ segir Guðrún.Ýmsar myndir úr safni Guðrúnar.„Ef þig langar að fara þá verðurðu bara að fara.“ Guðrún ákvað að byrja á að fara til Asíu en hún fór meðal annars til Víetnam og Balí. Þar á eftir ferðaðist hún um Evrópu. Hún segist hafa fengið staðfestingu á því á eyju rétt við Balí hve lítið maður þyrfti til að vera hamingjusamur. Hún fór til Gili eyja en þar var nýyfirstaðinn jarðskjálfti og nánast engir ferðamenn vegna skjálftanna.Guðrún ferðaðist um Asíu og Evrópu með aðeins einn bakpoka.stöð 2„Ég gerði svolítið í því að labba á milli og var að tala við fólkið sem sat úti á götu og var búið að missa allt og það sagði bara „það skiptir engu máli, við höfum hvort annað. Á meðan við höfum hvort annað þá er það bara nóg.“ Þarna upplifði ég svo sterkt staðfestinguna á því að maður þarf ekki að eiga neitt, maður þarf ekki að vera alltaf að kaupa hluti til þess að vera hamingjusamur,“ segir Guðrún. „Ég lærði það alveg hressilega, það er ekki hamingjan - hlutir.“ Guðrún leggur mikla áherslu á það að fólk þurfi að átta sig á því að ekki eigi að fresta endalaust þeim hlutum sem það langar til að upplifa og njóta. Guðrún hefur verið að halda námskeið í markmiðasetningu og því hvernig maður getur náð markmiðum sínum og látið drauma sína rætast. „Það er svo mikilvægt að kýla bara á og gera bara hlutina. Það var það sem ég hugsaði þegar ég lagði af stað vegna þess að ég var búin að horfa á fólkið mitt fara allt of snemma. Ég var búin að heyra í fólki sem var að segjast ætla að gera hlutina einhvern tíman. Ætla að gera þá eftir eitt ár, tvö ár, þegar það er komið á eftirlaun,“ segir Guðrún. „Ef þig langar að fara þá verðurðu bara að fara.“
Ferðalög Heilbrigðismál Ísland í dag Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira