Innlent

Mörg þúsund tonna álframleiðsla hefur tapast

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Ekki er ljóst hvert heildartjón álversins í Straumsvík er eftir að slökkt var á kerskála þrjú í sumar að sögn forstjóra þess. Byrjað er að endurgangsetja ker í skálanum en ljóst er að mörg þúsund tonna álframleiðsla hefur tapast og mun halda áfram að tapast þar til öll kerin 160 hafa verið endurræst. Almenningi gafst tækifæri á að skoða bæði ker-og steypiskála í álverinu í dag.Ákveðið var að slökkva á kerskála þrjú í Álverinu í Straumsvík fyrir sex vikum í öryggisskini eftir að hættulegur ljósbogi myndaðist í einu af 160 kerum í verksmiðjunni. Þetta er í annað sinn í 50 ára sögu álversins sem slökkt hefur verið á kerskála og síðast þegar það gerðist árið 2006 var tjón af völdum lokunarinnar sem stóð í tíu vikur metið um fjórir milljarðar króna. Byrjað var að endurgangsetja tvö ker Kerskála þrjú í gær.Heildarframleiðsla hvers kers getur mest orðið um eitt komma tvö tonn á sólahring. Ef kerin væru öll að skila slíkri framleiðslu væri kerskáli þrjú að skila 192 tonnum á sólahring og um átta þúsund tonnum á sex vikum. Rannveig Rist forstjóri álversins segir tapið mikið.„Það eru komnar einhverjar ágiskanir en hvað heildartjónið verður mikið er erfitt að segja til um á þessari stundu. Við erum alltaf í stórum tölum  í stóriðjunni það er bara þannig. Það hefur náttúrulega áhrif að lenda í að slökkva á hluta verksmiðjunnar en það er snemmt að segja til um hve mikil eða hver þau verða,“ segir Rannveig.Hún býst við að það taki langan að endurræsa öll kerin 160 í kerskála þrjú.„Það tekur mánuði að endurgangsetja þau öll en fyrstu tvö eru komin,“ segir Rannveig.Fjölskylduskemmtun var í álverinu í dag í tilefni af því að 50 ár eru frá því álframleiðsla hófst þar og um leið hér á landi. Almenningur fékk tækifæri til að skoða bæði ker-og steypuskála. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.