Búið að ráða í flest stöðugildi í grunn- og leikskólum borgarinnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 13:32 Skólasetning fór fram í flestum grunnskólum borgarinnar í dag. Fréttablaðið/Stefán Búið er að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum Reykjavíkurborgar og 96% í leiksskólum. Formaður skóla- og frístundaráðs telur að öflugt kynningarstarf og ríkjandi efnahagsástand kunni að skýra hvers vegna betur hefur gengið að manna stöður í ár en í fyrra. Skólasetning var í flestum grunnskólum borgarinnar í dag. Í tilkynningu á vef borgarinnar í dag kemur einnig fram að tekist hafi að manna 78% stöðugilda á frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Með fleiri leikskólarýmum hafi starfsfólki fjölgað, svo sem vegna stækkunar leikskóla og innritunar yngri barna. Á sama tíma í fyrra var búið að ráða í tæplega 94% stöðugilda á leikskólum, samanborið við 96% nú. „Þetta er heldur vænlegri staða en var á sama tíma í fyrra,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Hann telur að nokkrir samverkandi þættir kunni að skýra hvers vegna betur hafi gengið að manna í ár en í fyrra. „Bæði styrkist þessi vinna og reynsla borgarinnar við að mæta þessari manneklu sem að kom upp fyrir nokkru árum. Bara með hverju árinu eru fleiri úrræði sem að við erum að beita, það er mjög öflugt kynningarstarf,“ nefnir Skúli. Sem dæmi hafi verið gerð kynningarmyndbönd fyrir alla leikskólana í borginni sem hafi vakið athygli. „Svo reikna ég með því að efnahagsástandið hafi einhver áhrif líka,“ bætir hann við. Aðspurður hvort vart hafi orðið við að fyrrum starfsfólk WOW air hafi í auknum mæli leitað í störf hjá borginni kveðst Skúli ekki hafa neinar upplýsingar um það á reiðum höndum. „Svona almennt reiknar maður með því af því að heldur er að hægjast um í efnahagslífinu að þá ætti að vera auðveldara að fá gott fólk til starfa í þessum geira eins og öðrum,“ segir Skúli. Ekki liggi heldur fyrir hversu hátt hlutfall fagmenntaðra grunn- og leikskólakennara er í skólum borgarinnar. „Ég er ekki með þær tölur í þeirri samantekt sem að fyrir liggur en það er einmitt eitthvað sem við förum dýpra í þegar líður á haustið.“ Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Búið er að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum Reykjavíkurborgar og 96% í leiksskólum. Formaður skóla- og frístundaráðs telur að öflugt kynningarstarf og ríkjandi efnahagsástand kunni að skýra hvers vegna betur hefur gengið að manna stöður í ár en í fyrra. Skólasetning var í flestum grunnskólum borgarinnar í dag. Í tilkynningu á vef borgarinnar í dag kemur einnig fram að tekist hafi að manna 78% stöðugilda á frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Með fleiri leikskólarýmum hafi starfsfólki fjölgað, svo sem vegna stækkunar leikskóla og innritunar yngri barna. Á sama tíma í fyrra var búið að ráða í tæplega 94% stöðugilda á leikskólum, samanborið við 96% nú. „Þetta er heldur vænlegri staða en var á sama tíma í fyrra,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Hann telur að nokkrir samverkandi þættir kunni að skýra hvers vegna betur hafi gengið að manna í ár en í fyrra. „Bæði styrkist þessi vinna og reynsla borgarinnar við að mæta þessari manneklu sem að kom upp fyrir nokkru árum. Bara með hverju árinu eru fleiri úrræði sem að við erum að beita, það er mjög öflugt kynningarstarf,“ nefnir Skúli. Sem dæmi hafi verið gerð kynningarmyndbönd fyrir alla leikskólana í borginni sem hafi vakið athygli. „Svo reikna ég með því að efnahagsástandið hafi einhver áhrif líka,“ bætir hann við. Aðspurður hvort vart hafi orðið við að fyrrum starfsfólk WOW air hafi í auknum mæli leitað í störf hjá borginni kveðst Skúli ekki hafa neinar upplýsingar um það á reiðum höndum. „Svona almennt reiknar maður með því af því að heldur er að hægjast um í efnahagslífinu að þá ætti að vera auðveldara að fá gott fólk til starfa í þessum geira eins og öðrum,“ segir Skúli. Ekki liggi heldur fyrir hversu hátt hlutfall fagmenntaðra grunn- og leikskólakennara er í skólum borgarinnar. „Ég er ekki með þær tölur í þeirri samantekt sem að fyrir liggur en það er einmitt eitthvað sem við förum dýpra í þegar líður á haustið.“
Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira