Fótbolti

Rúnar Már með bæði mark og stoðsendingu í Íslendingaslag í Evrópudeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Már Sigurjónsson í báráttu við N'Golo Kanté í leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM 2020 sem fram fór á Stade de France fyrr á þessu ári.
Rúnar Már Sigurjónsson í báráttu við N'Golo Kanté í leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM 2020 sem fram fór á Stade de France fyrr á þessu ári. Getty/Aude Alcover
Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana frá Kasakstan eru í frábærri stöðu eftir 3-0 sigur á BATE Borisov frá Hvíta Rússlandi í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.Rúnar Már var áfram á skotskónum í Evrópudeildinni og var einnig með stoðsendinguna í fyrsta marki leiksins.Seinni leikur liðanna fer fram í Hvíta-Rússlandi í næstu viku en það lið sem hefur betur tryggir sér sæti í 48 liða riðlakeppni Evrópudeildarinnar í vetur. Þar getur það lið mætt liðum eins og Manchester United, Arsenal, Porto, Sevlla, CSKA Moskvu og Roma.Rúnar Már hefur nú skorað fjögur mörk í Evrópudeildinni í ár en hann skoraði þriðja mark Astana úr vítaspyrnu á 52. mínútu.Rúnar hefur skorað í öllum þremur heimaleikjum Astana í forkeppni Evrópudeildarinnar og þetta var annar heimaleikurinn í röð þar sem hann er bæði með mark og stoðsendingu.Marin Tomasov kom Astana í 1-0 á 23. mínútu eftir stoðsendingu frá Rúnari Má og einni mínútu fyrir hálfleik bætti Yuriy Logvinenko öðru marki eftir stoðsendingu frá Tomasov.Willum Þór Willumsson kom inn á sem varamaður hjá BATE Borisov á 61. mínútu en hann kom inn fyrr Hvít-Rússann Dmitri Baga í stöðunni 3-0 fyrir Astana.Astana-liðið hefur verið mjög erfitt heim að sækja í Evrópudeildinni í sumar en liðið hefur unnið þrjá heimaleiki sína með markatölunni 12-2. Marin Tomasov hefur skorað fimm af þessum mörkum og Rúnar Már fjögur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.