Handtakan á Hinsegin dögum til skoðunar hjá nefnd um eftirlit með lögreglu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 19:30 Atvik sem átti sér stað í miðborg Reykjavíkur á Hinsegin dögum síðustu helgi þegar ung kona var handtekin er til skoðunar hjá nefnd um eftirlit með lögreglu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sat fyrir svörum á fundi mannréttinda-, nýsköðpunar og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar í dag. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður ráðsins óskaði eftir fundinum með lögreglu. „Lögreglan er eini aðilinn í okkar samfélagi sem að hefur einkarétt á valdbeitingu og þess vegna er svo mikilvægt að það ríki traust til lögreglunnar hvað þessa valdbeitingu varðar. Að það sé góð umgjörð, að verklagi sé fylgt og að verklagið sé gagnsætt. Að fólk viti hvað má og hvað má ekki,“ segir Dóra. „Kveikjan að því þessi dagskrárliður var tekinn fyrir voru mál sem hafa komið upp undanfarið þar sem að spurningar hafa vaknað um réttmæti aðgerða lögreglu,“ bætir hún við. Lögreglan hefur til að mynda sætt nokkurri gagnrýni í sumar vegna vinnubragða lögreglu, við líkamsleit á gestum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að færri fíkniefnamál hafi komið upp á hátíðinni í ár en í fyrra. Bætt hafi verið í löggæsluna í ár, fyrst og fremst vegna kvartana frá íbúum. „Þær leitir sem fóru fram fóru fram með fíkniefnahundi sem við fengum lánaðan, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rekur ekki eigin hundadeild. Þannig að það er bara verið að fara yfir það og eins og alltaf er þegar fólk telur á sér brotið þá getur það leitað til utanaðkomandi nefndar eða héraðssaksóknara, sem síðan skoðar og fer yfir allt sem við höfum gert,“ segir Sigríður Björk. Þá hefur lögregla sætt gagnrýni vegna handtöku ungrar konu á Hinsegin dögum. „Það var ein handtaka og við höfum sjálf aflað alls myndefnis og skýrslna og sent til nefndar um eftirlit með lögreglu og beðið þá um að fara yfir málið,“ segir Sigríður Björk. „Eðli málsins samkvæmt get ég ekki tjáð mig um einstök mál á meðan að þau eru til skoðunar hjá utanaðkomandi aðilum.“ Aðspurð segir hún að enginn starfsmaður lögreglunnar hafi verið sendur í leyfi á meðan málið er til skoðunar. „Það hefur ekki verið talið tilefni til þess,“ segir Sigríður Björk. Hinsegin Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Atvik sem átti sér stað í miðborg Reykjavíkur á Hinsegin dögum síðustu helgi þegar ung kona var handtekin er til skoðunar hjá nefnd um eftirlit með lögreglu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sat fyrir svörum á fundi mannréttinda-, nýsköðpunar og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar í dag. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður ráðsins óskaði eftir fundinum með lögreglu. „Lögreglan er eini aðilinn í okkar samfélagi sem að hefur einkarétt á valdbeitingu og þess vegna er svo mikilvægt að það ríki traust til lögreglunnar hvað þessa valdbeitingu varðar. Að það sé góð umgjörð, að verklagi sé fylgt og að verklagið sé gagnsætt. Að fólk viti hvað má og hvað má ekki,“ segir Dóra. „Kveikjan að því þessi dagskrárliður var tekinn fyrir voru mál sem hafa komið upp undanfarið þar sem að spurningar hafa vaknað um réttmæti aðgerða lögreglu,“ bætir hún við. Lögreglan hefur til að mynda sætt nokkurri gagnrýni í sumar vegna vinnubragða lögreglu, við líkamsleit á gestum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að færri fíkniefnamál hafi komið upp á hátíðinni í ár en í fyrra. Bætt hafi verið í löggæsluna í ár, fyrst og fremst vegna kvartana frá íbúum. „Þær leitir sem fóru fram fóru fram með fíkniefnahundi sem við fengum lánaðan, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rekur ekki eigin hundadeild. Þannig að það er bara verið að fara yfir það og eins og alltaf er þegar fólk telur á sér brotið þá getur það leitað til utanaðkomandi nefndar eða héraðssaksóknara, sem síðan skoðar og fer yfir allt sem við höfum gert,“ segir Sigríður Björk. Þá hefur lögregla sætt gagnrýni vegna handtöku ungrar konu á Hinsegin dögum. „Það var ein handtaka og við höfum sjálf aflað alls myndefnis og skýrslna og sent til nefndar um eftirlit með lögreglu og beðið þá um að fara yfir málið,“ segir Sigríður Björk. „Eðli málsins samkvæmt get ég ekki tjáð mig um einstök mál á meðan að þau eru til skoðunar hjá utanaðkomandi aðilum.“ Aðspurð segir hún að enginn starfsmaður lögreglunnar hafi verið sendur í leyfi á meðan málið er til skoðunar. „Það hefur ekki verið talið tilefni til þess,“ segir Sigríður Björk.
Hinsegin Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira