Heldur tónleika á svölum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 09:30 Ármann á svölunum með hundinum Bono sem verður yfir öryggismálum á tónleikunum. Fréttablaðið/Valli Ármann Guðmundsson, sem þekktastur er fyrir að vera einn af Ljótu hálfvitunum, stendur fyrir tónlistarhátíðinni Rauðagerðisbrekkan 2019 síðdegis á morgun, laugardag, og auðvitað er ókeypis „inn“. Hann segir fimm hljómsveitir koma fram á svölum efstu hæðar Rauðagerðis 16. Þær eigi það sameiginlegt að einn eða fleiri hljómsveitarmeðlima búi í íbúðinni. Sveitirnar eru: Refur, Góða fólkið, Shockmonkey, A Band on stage og Down & Out. Athygli vekur að Ljótu hálfvitarnir eru ekki meðal þátttakenda þarna á svölunum. Ármann segir það vera af burðarþolstengdum ástæðum. „Þetta eru ekki níu manna svalir og auk þess áttu ekki allir heimangengt.“ Þegar nánar er grennslast fyrir er Ármann sjálfur í fjórum sveitanna sem fram koma og Loftur Loftsson er með honum í þremur þeirra. Dóttir Ármanns og tengdasonur, sem einnig búa í húsinu, eru með honum í Shockmonkey. Spurður hvort hann hafi haldið tónleika þarna áður svarar Ármann: „Nei, ég er tiltölulega nýfluttur hingað í Rauðagerðið. Ég bjó í nokkur ár við Sogaveginn og þá var brekkan fyrir neðan mig en nú er ég kominn niður fyrir brekkuna og hún hentar vel sem áheyrendasvæði. Konan mín fékk hugmyndina að þessum tónleikum og ég greip hana á lofti, ekki síst af því að þegar ég varð fimmtugur á síðasta ári setti ég mér það markmið að halda fimmtíu og tvö gigg á þessu ári og skulda mér dálítið af þeim enn.“ Ármann kveðst einmitt hafa notað fimmtugsafmælið til að smala saman þeim hljómsveitum sem hann hafði spilað með gegnum tíðina. „Sumar þeirra voru ekki starfandi en lifnuðu aftur við. Dúettinn Down & Out er elsta sveitin af þessum fimm, hún var stofnuð fyrir 30 árum. Í henni erum við Þorgeir Tryggvason, æskuvinur minn. Hún er fyrsti vísirinn að Ljótu hálfvitunum sem við erum báðir í.“ Ármann spilar á gítar og syngur líka í Down & Out, þar er pínu súrrealismi í gangi, að hans sögn. „Hin böndin eru popp/rokk-kennd, nema Góða fólkið sem er aðallega í þjóðlagatónlist.“ Sér hann fyrir sér að ná markmiðinu um fimmtíu og tvenna tónleika á árinu? „Það er dálítið bókað hjá mér í september en ég þarf samt að spýta í lófana. Er heimalningur á ágætum tónleikastað, Djúpinu undir Horninu í Hafnarstræti. Það hentar mér vel.“ Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Reykjavík Tónlist Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
Ármann Guðmundsson, sem þekktastur er fyrir að vera einn af Ljótu hálfvitunum, stendur fyrir tónlistarhátíðinni Rauðagerðisbrekkan 2019 síðdegis á morgun, laugardag, og auðvitað er ókeypis „inn“. Hann segir fimm hljómsveitir koma fram á svölum efstu hæðar Rauðagerðis 16. Þær eigi það sameiginlegt að einn eða fleiri hljómsveitarmeðlima búi í íbúðinni. Sveitirnar eru: Refur, Góða fólkið, Shockmonkey, A Band on stage og Down & Out. Athygli vekur að Ljótu hálfvitarnir eru ekki meðal þátttakenda þarna á svölunum. Ármann segir það vera af burðarþolstengdum ástæðum. „Þetta eru ekki níu manna svalir og auk þess áttu ekki allir heimangengt.“ Þegar nánar er grennslast fyrir er Ármann sjálfur í fjórum sveitanna sem fram koma og Loftur Loftsson er með honum í þremur þeirra. Dóttir Ármanns og tengdasonur, sem einnig búa í húsinu, eru með honum í Shockmonkey. Spurður hvort hann hafi haldið tónleika þarna áður svarar Ármann: „Nei, ég er tiltölulega nýfluttur hingað í Rauðagerðið. Ég bjó í nokkur ár við Sogaveginn og þá var brekkan fyrir neðan mig en nú er ég kominn niður fyrir brekkuna og hún hentar vel sem áheyrendasvæði. Konan mín fékk hugmyndina að þessum tónleikum og ég greip hana á lofti, ekki síst af því að þegar ég varð fimmtugur á síðasta ári setti ég mér það markmið að halda fimmtíu og tvö gigg á þessu ári og skulda mér dálítið af þeim enn.“ Ármann kveðst einmitt hafa notað fimmtugsafmælið til að smala saman þeim hljómsveitum sem hann hafði spilað með gegnum tíðina. „Sumar þeirra voru ekki starfandi en lifnuðu aftur við. Dúettinn Down & Out er elsta sveitin af þessum fimm, hún var stofnuð fyrir 30 árum. Í henni erum við Þorgeir Tryggvason, æskuvinur minn. Hún er fyrsti vísirinn að Ljótu hálfvitunum sem við erum báðir í.“ Ármann spilar á gítar og syngur líka í Down & Out, þar er pínu súrrealismi í gangi, að hans sögn. „Hin böndin eru popp/rokk-kennd, nema Góða fólkið sem er aðallega í þjóðlagatónlist.“ Sér hann fyrir sér að ná markmiðinu um fimmtíu og tvenna tónleika á árinu? „Það er dálítið bókað hjá mér í september en ég þarf samt að spýta í lófana. Er heimalningur á ágætum tónleikastað, Djúpinu undir Horninu í Hafnarstræti. Það hentar mér vel.“
Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Reykjavík Tónlist Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira