Lífið

Steindi í fimmta sæti á heims­meistara­móti í luft­gítar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Rock Thor Jr. og móðir hans, Sigríður Erna.
Rock Thor Jr. og móðir hans, Sigríður Erna.

Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., lenti í fimmta sæti á heimsmeistaramótinu í luftgítar sem haldið var í finnsku borginni Oulu í kvöld. Þar kom hann fram undir nafninu Rock Thor Jr. en hann vann Íslandsmótið í luftgítar sem haldið var á Eistnaflugi í sumar og var því fulltrúi Íslands í heimsmeistarakeppninni.

Hver keppandi fékk að „spila“ undir eitt lag, aðeins í eina mínútu og kaus Steindi að taka bræðing frá rokksveitum á borð við AC/DC.

Steindi hafði heitið því þegar hann varð Íslandsmeistari að vinna keppnina og þar með verða heimsmeistari en það stóðst því miður ekki.

Hægt er að horfa á keppnina hér.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.