Innlent

Enginn óútskýrður launamunur

Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

Samkvæmt niðurstöðum viðhaldsúttektar á jafnlaunakerfi Hafnarfjarðarbæjar er óútskýrður launamunur ekki til staðar í bænum.

Sveitarfélagið fékk jafnlaunavottun fyrir tveimur árum en þá var frávik 4,8 prósent körlum í hag. Síðan þá hefur frávikið lækkað niður í tvö prósent, enn körlum í hag.

Viðhaldsvottun var gerð nú í ágúst af faggildum vottunaraðila og sýndu niðurstöður fram á að engan óútskýrðan launamun sé að finna í störfum sveitarfélagsins ásamt því að staðfesta að Hafnarfjarðarbær uppfylli enn þær kröfur sem lagðar eru fram um jafnlaunavottun sveitarfélaga.

Hafnarfjarðarbær var fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að fá jafnlaunavottun og jafnlaunamerkið frá velferðarráðuneytinu í ágúst 2017.

„Við höfum tekið jafnlaunavinnu okkar mjög alvarlega og afraksturinn hefur ekki látið á sér standa. Óútskýrður launamunur heyrir nú sögunni til og þróun í kynbundnum launamun í þessu langtímaverkefni mjög jákvæð á stuttum tíma. Árangurinn er afrakstur vinnu stjórnenda sveitarfélagsins og hefur verið einhugur innan hópsins um að ná þessu markmiði,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Þetta kemur fram í í fréttatilkynningu frá Hafnar­fjarðarbæ. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.