Menning

Í skýjunum með Menningarnótt

Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar
Vel var mætt á viðburði og veðrið lék við gesti Menningarnætur.
Vel var mætt á viðburði og veðrið lék við gesti Menningarnætur. Myndir/Júlio César Petrini
Það gekk alveg rosalega vel,“ segir Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri Menningar­nætur. „Þegar sólin sýnir sig þá gengur allt miklu betur og allt er miklu auðveldara líka, allir eru glaðari,“ bætir Björg svo við.

Í ár var metfjöldi viðburða, bæði á vegum borgarinnar og sjálfstæðir.

„Bara allt gekk í raun vel. Umferðin gekk vel og það gekk líka vel að rýma. Engin stór vandamál, að minnsta kosti ekki svo að við vitum. Við vorum eiginlega bara í skýjunum með daginn.“

Sjálf naut Björg dagsins og mætti á setninguna á Hagatorgi. „Þar gekk allt vonum framar, svo fórum við í ráðhúsið þar sem Blindrafélagið var. Eftir það kíktum við á brauðtertukeppnina, sem var mjög gaman og svo var frábær stemning á Miðbakkanum. Svo löbbuðum við upp Laugaveginn og það var fólk út um allt.“

Björg var mjög ánægð með stemninguna sem ríkti á laugardaginn.

„Við komum svo líka við á Klapparstígnum þar sem Dj Margeir var að spila og auðvitað sáum við stóru tónleikana á Arnarhóli. Þannig að ég er mjög glöð og við öll sátt, en þökkum auðvitað veðrinu líka vel fyrir,“ segir Björg hlæjandi.




Tengdar fréttir

Bjóða þjóðinni í vöfflur í sjöunda skipti

Hjónin Hildur Sveinsdóttir og Fannar Snær Harðarson láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Þau ætla að bjóða þjóðinni upp á kaffi og vöfflur á heimili sínu í sjöunda skiptið í dag, á Menningarnótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×