Innlent

Fleiri vagnar settir í um­ferð vegna mikillar að­sóknar í Strætó

Sylvía Hall skrifar
Margir hafa nýtt sér þjónustu Strætó til þess að koma sér niður í miðbæ.
Margir hafa nýtt sér þjónustu Strætó til þess að koma sér niður í miðbæ. Strætó

Þeir borgarbúar sem ætla sér að nýta frítt í Strætó í dag þurfa ekki að örvænta þó fullt sé í vagna. Fleiri vagnar hafa verið settir í umferð til þess að anna eftirspurn og segir upplýsingafulltrúi Strætó að ekki þurfi að búast við lengri biðtíma en tíu mínútum eftir næsta aukabíl.

„Heilt yfir hefur þetta gengið ágætlega,“ segir Guðmundur Heiðar, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við Vísi. Hann segir mikið álag hafa verið í dag enda mikið um að vera víða í Reykjavík. 
Margir hafa nýtt sér þjónustu Strætó til þess að koma sér niður í miðbæ, enda öllu fljótlegra en að þurfa að leita að lausum bílastæðum á einum fjölsóttasta degi miðbæjarins.

Sjá einnig: Um tvö hundruð viðburðir á Menningarnótt

Hann segir fólk ekki þurfa að bíða lengi eftir aukabíl ef leiðir eru fullar. Sem dæmi má nefna að leið 1 er farin að ganga á tíu mínútna fresti. Að sögn Guðmundar er því vissulega brjálað að gera, en það er aldrei langt í næsta bíl. 

Flestar götur miðbæjarins hafa verið lokaðar frá því klukkan sjö í morgun en strætisvagnar munu fara frá Hlemmi upp Snorrabraut, Eiríksgötu og Hallgrímskirkju. Þá er fólk hvatt til þess að kynna sér götulokanir.

Nær allar götur miðborgarinnar eru lokaðar í dag.

Tengdar fréttir

Bjóða þjóðinni í vöfflur í sjöunda skipti

Hjónin Hildur Sveinsdóttir og Fannar Snær Harðarson láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Þau ætla að bjóða þjóðinni upp á kaffi og vöfflur á heimili sínu í sjöunda skiptið í dag, á Menningarnótt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.