Engin ákvörðun tekin um að blása af flugeldasýninguna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2019 11:10 Flugeldasýningin kostar um fjórar milljónir króna. Vísir/Vilhelm Borgarstjórinn í Reykjavík segir flugeldasýninguna á Menningarnótt mjög sameinandi. Engin ákvörðun hafi verið tekin um að hætta henni. Til umræðu hefur verið innan borgarkerfisins þar sem litið hefur verið til þess að slaufa sýningunni með tilliti til umhverfissjónarmiða. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í júní að flugeldasýningin á Menningarnótt yrði mögulega sú síðasta í röðinni. Menningarnótt fór fram í 24. skiptið á laugardaginn og lauk venju samkvæmt með flugeldasýningu. Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs hjá Reykjavíkurborg, sagði í fréttum okkar í júní að það væri gott og hollt að hefja þessa umræðu. Burtséð frá umhverfisáhrifum sparist um fjórar milljónir króna við að sleppa flugeldasýningu á menningarnótt. „Það er hægt að gera ýmislegt annað við þá fjármuni, spara þá eða nýta þá í aðra menningartengda starfsemi, aðra viðburði eða verkefni sem borgarbúar og aðrir geta notið,“ sagði Arna. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, segir í Morgunblaðinu í dag enn óljóst hvort flugeldasýning verði á næsta ári. Verði hún slegin af þurfi annar hápunktur að koma í staðinn. „Þetta er bara á grunnumræðustigi svo þetta er ekki komið í neinn farveg,“ segir Guðmundur. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir sýninguna mjög sameinandi og engin ákvörðun verið tekin um að hætta henni á næstunni. Flugeldar Menningarnótt Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Borgarstjórinn í Reykjavík segir flugeldasýninguna á Menningarnótt mjög sameinandi. Engin ákvörðun hafi verið tekin um að hætta henni. Til umræðu hefur verið innan borgarkerfisins þar sem litið hefur verið til þess að slaufa sýningunni með tilliti til umhverfissjónarmiða. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í júní að flugeldasýningin á Menningarnótt yrði mögulega sú síðasta í röðinni. Menningarnótt fór fram í 24. skiptið á laugardaginn og lauk venju samkvæmt með flugeldasýningu. Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs hjá Reykjavíkurborg, sagði í fréttum okkar í júní að það væri gott og hollt að hefja þessa umræðu. Burtséð frá umhverfisáhrifum sparist um fjórar milljónir króna við að sleppa flugeldasýningu á menningarnótt. „Það er hægt að gera ýmislegt annað við þá fjármuni, spara þá eða nýta þá í aðra menningartengda starfsemi, aðra viðburði eða verkefni sem borgarbúar og aðrir geta notið,“ sagði Arna. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, segir í Morgunblaðinu í dag enn óljóst hvort flugeldasýning verði á næsta ári. Verði hún slegin af þurfi annar hápunktur að koma í staðinn. „Þetta er bara á grunnumræðustigi svo þetta er ekki komið í neinn farveg,“ segir Guðmundur. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir sýninguna mjög sameinandi og engin ákvörðun verið tekin um að hætta henni á næstunni.
Flugeldar Menningarnótt Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira